Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:45 Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19