Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 18:45 Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. Þjófarnir sækjast helst eftir skartgripum enda verð á gulli í hámarki og er helst brotist inn í svefnherbergi í sérbýlum. Í Grafavogi var haldinn íbúafundur í dag til að efla nágrannavörslu. Frá því í desember hefur verið tilkynnt um 64 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrettán innbrot í desember, tuttugu og fimm í janúar og tuttugu og sex í febrúar. Flest innbrotin hafa verið í Garðabæ eða fjórtán talsins, ellefu í Grafarvogi og tíu í Kópavogi. Í öðrum hverfum og sveitarfélögum hefur verið tilkynnt um eitt til fimm innbrot á síðustu þremur mánuðum. Fjórir menn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu eru frá Litháen, eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um aðild að innbrotunum. Talið er að þeir séu hluti af stærri skipulögðum glæpahópum í Evrópu og í fréttum RÚV í gær kom fram að lögregla rannsaki hvort mennirnir séu sendir nauðugir til landsins og að um mansal sé að ræða, en einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi er aðeins sautján ára gamall.Greinilega sóst eftir skartgripum Einar Ásbjörnsson hjá lögreglunni í Grafarvogi segir að brotist sé inn í sérbýli og greinilega sé sóst eftir skartgripum enda hafi gull hækkað í verði síðustu ár og auðvelt sé að koma skartgripum úr landi. „Þeir virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta. Sem er í svefnherbergjum og þeir miða á það. Ganga beint til verks og spenna upp glugga. Ganga svo snyrtilega um að fólk verður ekki vart við það fyrr en daginn eftir.“ Einar segir íbúa í Grafavogi vara um sig vegna fjölda innbrota síðustu mánuði. „Málið er að þeir sem verða fyrir svona, þetta er víst áfall. Það talar um þetta, varar nágranna við, fólk er svona á varðbergi.“ Rætt var við Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, afbrotafræðing og verkefnastjóra hjá Miðgarði, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar í Grafarvogi, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Sara heldur utan um nágrannavörslu í hverfinu en á annað hundrað manns mættu á íbúafundinn í Grafarvogi. Aðspurð hvað fælist í nágrannavörslunni sagði hún hana meðal annars felast í því að nágrannar þekkist, hjálpi hver öðrum þegar farið sé að heiman og láti líta út fyrir að einhver sé heima.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. 1. mars 2018 10:45
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19