Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“