Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 22:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Hann segir jafnframt að það geti verið að forsetinn hafi gert eitthvað ólöglegt í kosningabaráttunni. Nunberg rædd við The Washington Post og MSNBC í dag. Sagðist hann heita því að gefa skít í Mueller sem hefur ákært 13 rússneska ríkisborgara og fjóra fyrrverandi aðstoðarmenn Trump, en þrír þeirra hafa samið um að veita upplýsingar. Nunberg sagðist hins vegar ætla að tæta stefnuna í beinni útsendingu. Í samtali við Katy Tur á MSNBC sagðist hann gruna að Trump „gæti hafa gert eitthvað“ ólöglegt í kosningabaráttunni. „En ég veit það ekki fyrir víst,“ bætti hann við.Skorar á Mueller að handtaka sig Nunberg var pólitískur ráðgjafi Trump en var rekinn í ágúst árið 2015 af þáverandi kosningastjóra Trump, Corey Lewandowski, vegna umdeildra Facebook færslna sem þóttu lýsa kynþáttahatri Nunberg. Trump stefndi Nunberg rétt fyrir landsfund Repúblikana árið 2016 fyrir að leka upplýsingum um samband Lewandowski við einn nánasta ráðgjafa Trump og nú fyrrverandi samskiptastjóra Hvíta hússins, Hope Hicks. Nunberg hefur hins vegar enn haldið góðum tengslum við marga í innsta hring Trump. Í samtali við Washington Post skoraði hann á Mueller að grípa til aðgerða ef hann neiti að bera vitni á föstudag. „Hann má handtaka mig,“ sagði hann. „Ég held það væri fyndið ef þeir handtaka mig,“ sagði hann svo í samtali við MSNBC. „Þetta eru nornaveiðar og ég ætla ekki að vera samvinnuþýður.“ „Af hverju þarf ég að eyða 80 klukkutímum í að fara yfir tölvupóstana mína? Samskipti sem ég átti við Steve Bannon og Roger Stone? Af hverju þarf Bob Mueller að sjá tölvupósta þar sem ég sendi Roger og Steve myndbönd og við tölum um hversu mikið við hötum fólk?“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52