Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Valgerður er brött og klár í stóra slaginn. Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fleiri fréttir Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn