Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 06:00 Margrét Nana ákvað að skapa sína eigin hamingju og vera sinn eigin herra. Hún stendur fyrir taktfastri gleði á Húrra á föstudaginn þar sem gleðin verður við völd. Hún lofar að þetta sé fyrsta kvöldið af mörgum. Vísir/eyþór „Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00