Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2018 11:00 Smári McCarthy og Þórhildur Sunna skutu fast á dómsmálaráðherra í gær en Katrín Jakobsdóttir greip til varna fyrir ráðherra sinn. Vísir/eyþór Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13