Þjóðin fái að segja hug sinn um flugvöllinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Meirihluti Reykvíkinga vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. „Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Ef þjóðin myndi fá að taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu þá væri hún allavega að gefa sitt álit í þessum málum og þá myndi maður halda að það myndi hafa áhrif á þingið,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Undir störfum þingsins í gær boðaði Njáll Trausti að á næstum dögum myndi hann leggja fyrir tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann vill að spurningin verði eftirfarandi: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlandsflugs, kennslu- og sjúkraflugs verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík uns annar jafngóður eða betri kostur er tilbúinn til notkunar?Njáll Trausti Friðbertsson (tv) er þingmaður Norðausturkjördæmis. Fréttablaðið/AntonÍ máli sínu á þinginu vakti Njáll Trausti athygli á nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is á meðal Reykvíkinga sem sýnir að 59 prósent sem afstöðu taka vilja hafa flugvöll áfram í Vatnsmýrinni, en 30 prósent vilja að hann fari. Njáll Trausti segir að mál er varða Reykjavíkurflugvöll hafi verið í mjög slæmum farvegi undanfarið. „Ég er bara að setja fram kröfu um að gefa þjóðinni kost á að kjósa um þetta og að hún eigi þannig möguleika á að segja hug sinn í málinu.“ Algengt er að þingmannamál þurfi að víkja fyrir stjórnarmálum á Alþingi og hljóti því ekki afgreiðslu. Njáll Trausti segist þó bjartsýnn á að þetta mál geti farið alla leið í þinginu. „Er maður ekki alltaf bjartsýnn? Þetta er mál af þeirri stærðargráðu að það hafa mjög margir áhuga á að sjá framvindu í þessu,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Forstjóri Ernis segir umræðuna um Hvassahraun vera út í hött Sex af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri. Eldra fólk er líklegra til að vilja hafa völlinn áfram. Niðurstaðan kemur Herði Guðmundssyni, stofnanda Ernis ekki á óvart. 5. mars 2018 08:00