Vala Kristín opnar sig um átröskun, þunglyndi og kvíða Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 09:00 Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona tekur þátt í herferðinni #HUGUÐ. Visir/AntonBrink „Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Sjá meira
„Ég varð háð þeirri tilfinningu að sjá áþreifanlegan árangur á líkama mínum. Ég upplifði fullkomna stjórn og sú tilfinning var eins og víma. En svo fór það að vinna á móti mér,“ segir Vala Kristín Eiríksdóttir þáttagerðar- og leikkona í einlægu viðtali um átröskunina sem hún barðist við. Viðtalið birtist á vefnum geðfræðsla.is en Vala Kristín er ein af sjö einstaklingunum sem taka þátt í herferðinni #HUGUÐ á vegum geðfræðslufélagsins Hugrún. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig hún myndaði fullkomnunaráráttu gagnvart bæði mat og líkamsrækt. Eftir sambandsslit ákvað hún svo að leita sér hjálpar. „Þegar maður á í nánum samskiptum er erfitt að fela eitrið sem býr innra með manni. Ég gat ekki tekið við ástinni því ég hafði misst áhugann á sjálfri mér. Það fór að grafa undan nándinni og getunni til að vera frjáls í ástinni. Ég fór að upplifa mikinn kvíða og þunglyndi og allt í einu gafst ég upp, tók upp símann og spurði BUGL: Hvað geri ég ef ég held að ég sé með átröskun?“Skömm og sjálfshatur Vala Kristín tókst á við átröskunina hjá sálfræðingi í tvö ár en segir að eins og með alla fíknisjúkdóma sé henni aldrei batnað, hún sé þó í stöðugum bata. „Átröskun er í raun stjórnunarfíkn. Ég faldi það fyrir fjölskyldu og vinum, fékk þráhyggju fyrir viðfangsefninu, upplifði skömm og sjálfshatur. Eftir alla þessa vinnu kom ég út alveg jafn rugluð en síðan þá hafa púslin verið að leggjast saman.“ Kvíða- og þunglyndislyf hafa svo hjálpað henni mikið síðasta árið. „Það var punkturinn yfir i-ið í mínum bata. Það hefur bjargað lífinu mínu.“ Vala Kristín segir að það séu margir í þessari stöðu og það sé til fullt af úrræðum. „Ég var hrædd við að fara í bata af því að ég var búin að reikna það út í hausnum á mér að ef ég myndi slaka á reipinu þá myndi ég byrja að bæta á mig og svo myndi ég bara halda áfram að bæta á mig út í hið óendanlega. Ég myndi bara enda með offituvandamál. Og af tvennu illu þá hugsaði ég að það væri betra að vera of mjó. En þegar maður lærir að hlusta á sjálfan sig, borða þegar ég er svöng og hætta þegar ég er södd, þá finnur líkaminn mína kjörþyngd. Ég þarf ekki að stjórna öllu. Við erum með þennan magnaða líkama með innri klukku.“ Viðtalið má lesa í heild sinni á nýjum vef geðfræðslufélagsins Hugrúnar, www.gedfraedsla.is
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15 Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Sjá meira
Brjóta niður skaðlegar staðalímyndir um geðsjúkdóma Sjö einstaklingar taka þátt í nýrri herferð á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar. 7. mars 2018 20:15
Þær tvær: Vala og Júlíana strax komnar í handritagerð fyrir aðra seríu Þær Vala Kristín og Júlíana Sara hafa nú þegar fengið vilyrði fyrir því að framleiða aðra seríu af þáttunum Þær tvær. 2. júlí 2015 15:19