Mourinho mætir á HM og fær 139 milljónir fyrir fimm daga vinnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 12:00 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, verður á HM í fótbolta í Rússlandi í sumar og er Portúgalinn meira að segja kominn með sumarvinnu. Hann fær líka ágætlega borgað fyrir hana samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum. Rússneska ríkissjónvarpið hafði betur í kapphlaupinu við bresku sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV um að fá Jose Mourinho til að greina keppnina fyrir stöðina. The Times hefur heimildir fyrir því að Jose Mourinho fái eina milljón punda, eða tæplega 139 milljónir íslenskra króna, fyrir fimm daga vinnu. Jose Mourinho hefur stýrt liðum í Portúgal, á Spáni, á Ítalíu og á Englandi þar sem hann starfar nú sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann þekkir stóran hóp leikmannanna á HM persónulega og um leið hefur hann mikla þekkingu á fótboltanum víðs vegar um Evrópu. RT-stöðin hefur einnig náð samningum við Danann Peter Schmeichel en hér fyrir neðan má sjá hvernig þeir félagar voru kynntir til leiks.Legendary football coach José Mourinho joins RT’s 2018 #WorldCup Coverage https://t.co/yCE1kPAyfMpic.twitter.com/dgcR4K2v3J — RT Sport (@RTSportNews) March 5, 2018 Það má búast við að margir séu forvitnir að vita hvað Jose Mourinho segir um leikina á HM í sumar og það væri sem dæmi gaman að komast að skoðun hans á íslenska landsliðinu sem er nú með í fyrsta sinn í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Áður en kemur að verkefnum sumarsins í Rússlandi þá mun Jose Mourinho reyna að vinna titil með Manchester United sem er í ágæti stöðu í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, er í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir Brighton & Hove Albion í átta liða úrslitum enska bikarsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira