Trump spurði vitni í Rússarannsókn út í framburð þeirra Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. mars 2018 07:56 Samskiptin forsetans við vitnin eru sögð á mjög gráu svæði. VÍSIR/GETTY Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við tvö lykilvitni um vitnisburð þeirra frammi fyrir rannsakendum Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem kannaa íhlutun Rússa í bandarísku forsetakosningunum árið 2016. Þrátt fyrir að ekki sé talið að Trump hafi brotið lög með samtölum sínum þótti vitnunum og lögmönnum þeirra áhugi forsetans vera á gráu svæði. Létu þau því Robert Mueller, sem fer með rannsókn málsins, vita af samskiptunum.New York Times segir frá tilfellunum tveimur. Annars vegar er um að ræða tilraunir forsetans til að fá lögmann Hvíta hússins, Donald F. McGahn II, til að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann myndi þvertaka fyrir fréttaflutning New York Times. Í grein blaðsins sagði að lögmaðurinn hafi tjáð rannsóknarnefndinni að forsetinn hafi óskað þess að Mueller yrði rekinn. McGhan sendi hins vegar aldrei út neina yfirlýsingu. Þess í stað minnti McGhan forsetann á að hann hafi í raun beðið hann um að reka Mueller. Í hinu tilfellinu er vitnið sem um ræðir fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Reince Priebus. Trump er sagður hafa spurt hann út í hvernig vitnisburður hans hafi gengið og hvort rannsakendurnir hafi verið „kurteisir“ (e. nice), ef marka má tvö vitni að samtali þeirra Trump og Preibus. Samtölin tvö eru talin til marks um það að Trump sé að hegða sér með „óþarflega vafasömum hætti,“ þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir lögmanna hans. Þeir hafa hvatt hann til að gera ekki neitt sem gæti látið hann líta út fyrir að vera að vasast í rannsókn Muellers. Bandaríkjaforseti má vart við fleiri slíkum ásökunum. Í sjónarpsviðtali sem hann veitti skömmu eftir að James Comey, fyrrverandi forstjóri Alríkislögregunnar, var rekinn sagði Trump að hann hafi ekki síst verið látinn fara vegna rannsóknar sinnar á Rússamálunum. Óhætt er að segja að forsetinn, þrátt fyrir harða gagnrýni, hafi ekki bitið úr nálinni ennþá vegna þeirra ummæla.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Fyrrverandi ráðgjafi: Trump gæti hafa gert eitthvað ólöglegt Sam Nunberg, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hann muni ekki una stefnu til að bera vitni í rannsókn Roberts Mueller á afskiptum Rússa í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. 5. mars 2018 22:26
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump segist ekki hafa áhyggjur af afskiptum Rússa Hann segir að Bandaríkin muni bregðast við öllu því sem Rússar geri. 6. mars 2018 22:00