Fyrsta alþjóðamótið í slembiskák til heiðurs Fischer í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 14:45 Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan. Skák Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Um hundrað keppendur, þeirra á meðal margir af sterkustu skákmönnum heims, taka þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu í heiminum í Hörpu í dag. Mótið er haldið Bobby Fischer til heiðurs en heimsmeistarinn fyrrverandi hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Reykjavíkurskákmótið hófst í hörpu á þriðjudag og stendur fram til miðvikudagsins í næstu viku. Að þessu sinni er þetta eitt sterkasta skákmót heims tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið 75 ára í dag en hann lést fyrir tíu árum í Reykjavík hinn 17. janúar árið 2008. Klukkan eitt í dag hófst evrópumót í slembiskák sem Fischer þróaði í samvinnu við Susan Polgar stórmeistara í skák. Gunnar Björnsson formaður Skáksambands Íslands segir þetta fyrsta stórmótið í slembiskák en fyrst þegar Fischer kom fram með þetta afbrigði skáklistarinnar hafi því verið fálega tekið í skákheminum.Frá mótinu í morgun.Vísir/Björn Þór„Það var svolítið hlegið að þessu og þetta þótti tóm della. En þetta er heldur betur að taka við sér og um daginn tefldi Magnús Carlsen heimsmeistari slembiskákar fjöltefli í Noregi. Þetta vakti mikla athygli. Svo kemur þetta mót í kjölfarið þannig að ég held að þetta eigi bara eftir að aukast,“ segir Gunnar. Hann hafi trú á að slemiskák kunni að vinna sér sess á alþjóðlegum skákmótum og að sér mót verði haldin í slembiskák. Um nítíu manns reyna með sér í slembiskákinni í Hörpu í dag sem vonandi geti komið snjóbolta af stað í þessum efnum enda tefli margir þekktir stórmeistarar á mótinu. „Já, já þarna eru fremstu stjörnur reykjavíkurmótsins og svo indversku undrabörnin. Þau verða með í mótinu og mig grunar að þau geti komið sterk út úr þessu. Þau eru svo fljót að hugsa. Eiga kannski betur með að hugsa út fyrir normið,“ segir Gunnar. En þarna vísar hann til Nihal Sarin og Praggnanandhaa tólf og þrettán ára drengja frá Indlandi sem slegið hafi í gegn á mótinu í Hörpu. En einnig keppir yngsti stórmeistari heims á mótinu, tólf ára strákur frá Úsbekistan.
Skák Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira