Susan Polgar minnist Bobby Fischer með hlýhug á 75 ára afmæli hans Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 20:30 Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Skák Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skák Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Nú er nóg komið“ Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent