Segist beittur blekkingum og þvingunum af Dalsmönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Björn Ingi Hrafnsson hefur kært nokkra forsvarsmenn eignarhaldsfélagsins Dalsins til héraðssaksóknara. Vísir Björn Ingi Hrafnsson hefur ásamt viðskiptafélaga sínum, Arnari Ægissyni, kært forsvarsmenn Dalsins ehf., þá Árna Harðarson og Halldór Kristmannsson, og lögmann þeirra, Bjarka Diego, til héraðssaksóknara fyrir fjársvik, skilasvik og skjalabrot. Í kærunni er því lýst hvernig hinir kærðu hafi blekkt Björn Inga og Arnar til að undirrita samkomulag um riftun á kaupsamningi um alla hluti í Birtingi, undir því yfirskini að um málamyndagerning væri að ræða, en svo notað umrætt skjal til að yfirtaka kaupsamning um Birting og þann hlut, sem Pressan ehf. hafði þegar greitt fyrir, án endurgjalds með því að beita blekkingum og rangfærslu skjala, þrátt fyrir að gjaldþrot Pressunnar væri yfirvofandi og óumflýjanlegt. Í kærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því lýst hvernig sú hugmynd hafi vaknað hjá Árna Harðarsyni að gera málamyndasamkomulag um riftun á kaupsamningi um Birting sem geymt yrði á skrifstofu Bjarka Diego lögmanns, í þeim eina tilgangi að sýna kröfuhöfum Pressunnar fram á að Pressan ætti ekki þessa eign og semja yrði um skuldir. Aldrei hafi staðið til að riftunarskjalinu yrði beitt í lögskiptum og eru tölvupóstsamskipti milli kærenda og hinna kærðu rakin í kærunni til að vitnis um það. Í svari Árna Harðarsonar við tölvupósti Björns Inga, þar sem riftunarskjalið er til umræðu, segir til dæmis: „Eins og við ræddum áðan þá geymir Bjarki skjalið en við gætum þurft að sýna það ákveðnum aðilum og gerum það þá á skrifstofu BBA en við skulum ekki senda þetta á milli í meilum.“ Umræddur póstur var sendur 8. maí 2017. Tíu dögum síðar var starfsmönnum Pressunnar tilkynnt að kaupin hefðu gengið til baka og þann 31. maí var tilkynnt á starfsmannafundi Birtings að Dalurinn væri orðinn eigandi Birtings að öllu leyti.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Árni, Halldór og Bjarki eru einnig kærðir fyrir umboðssvik, fjársvik og skjalafals með því að hafa, eftir að kaupsamningnum var rift og um leið fallið frá lánveitingu Dalsins til Pressunnar, fargað lánssamningnum en ekki þeim tryggingabréfum sem gefin voru út af DV ehf. og Vefpressunni ehf. til tryggingar á efndum lánssamningsins. Þeir hafi blekkt Björn Inga og þóst hafa fargað tryggingabréfunum en í stað þess látið þinglýsa þeim í lausafjárbók Vefpressunnar, þrátt fyrir að lánið sem þau áttu að tryggja hafi aldrei verið veitt. Þá er Árni Harðarson einnig kærður fyrir fjárkúgun eða aðra ólögmæta þvingun með því að hafa þvingað Björn Inga til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir 50 milljóna láni Aziq fjárfestinga til Kringluturnsins. Um það hafi verið gerður nýr lánssamningur þar sem Dalurinn var lánveitandi en Björn Ingi þvingaður til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu sem skilyrði fyrir því að ofangreindum tryggingabréfum yrði aflétt, þrátt fyrir að Björn Ingi tengdist hvorki umræddu láni né tryggingabréfunum með nokkrum hætti. Mikil ólga hefur umlukið eignarhald DV, Vefpressunnar og Birtings undanfarin misseri og kærur ganga á víxl en Fréttablaðið sagði frá því skömmu fyrir jól að forsvarsmenn Dalsins hefðu kært Björn Inga Hrafnsson til héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt. Ekki náðist í hina kærðu forsvarsmenn Dalsins við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson hefur ásamt viðskiptafélaga sínum, Arnari Ægissyni, kært forsvarsmenn Dalsins ehf., þá Árna Harðarson og Halldór Kristmannsson, og lögmann þeirra, Bjarka Diego, til héraðssaksóknara fyrir fjársvik, skilasvik og skjalabrot. Í kærunni er því lýst hvernig hinir kærðu hafi blekkt Björn Inga og Arnar til að undirrita samkomulag um riftun á kaupsamningi um alla hluti í Birtingi, undir því yfirskini að um málamyndagerning væri að ræða, en svo notað umrætt skjal til að yfirtaka kaupsamning um Birting og þann hlut, sem Pressan ehf. hafði þegar greitt fyrir, án endurgjalds með því að beita blekkingum og rangfærslu skjala, þrátt fyrir að gjaldþrot Pressunnar væri yfirvofandi og óumflýjanlegt. Í kærunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er því lýst hvernig sú hugmynd hafi vaknað hjá Árna Harðarsyni að gera málamyndasamkomulag um riftun á kaupsamningi um Birting sem geymt yrði á skrifstofu Bjarka Diego lögmanns, í þeim eina tilgangi að sýna kröfuhöfum Pressunnar fram á að Pressan ætti ekki þessa eign og semja yrði um skuldir. Aldrei hafi staðið til að riftunarskjalinu yrði beitt í lögskiptum og eru tölvupóstsamskipti milli kærenda og hinna kærðu rakin í kærunni til að vitnis um það. Í svari Árna Harðarsonar við tölvupósti Björns Inga, þar sem riftunarskjalið er til umræðu, segir til dæmis: „Eins og við ræddum áðan þá geymir Bjarki skjalið en við gætum þurft að sýna það ákveðnum aðilum og gerum það þá á skrifstofu BBA en við skulum ekki senda þetta á milli í meilum.“ Umræddur póstur var sendur 8. maí 2017. Tíu dögum síðar var starfsmönnum Pressunnar tilkynnt að kaupin hefðu gengið til baka og þann 31. maí var tilkynnt á starfsmannafundi Birtings að Dalurinn væri orðinn eigandi Birtings að öllu leyti.Sjá einnig: Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Árni, Halldór og Bjarki eru einnig kærðir fyrir umboðssvik, fjársvik og skjalafals með því að hafa, eftir að kaupsamningnum var rift og um leið fallið frá lánveitingu Dalsins til Pressunnar, fargað lánssamningnum en ekki þeim tryggingabréfum sem gefin voru út af DV ehf. og Vefpressunni ehf. til tryggingar á efndum lánssamningsins. Þeir hafi blekkt Björn Inga og þóst hafa fargað tryggingabréfunum en í stað þess látið þinglýsa þeim í lausafjárbók Vefpressunnar, þrátt fyrir að lánið sem þau áttu að tryggja hafi aldrei verið veitt. Þá er Árni Harðarson einnig kærður fyrir fjárkúgun eða aðra ólögmæta þvingun með því að hafa þvingað Björn Inga til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir 50 milljóna láni Aziq fjárfestinga til Kringluturnsins. Um það hafi verið gerður nýr lánssamningur þar sem Dalurinn var lánveitandi en Björn Ingi þvingaður til að gangast í sjálfskuldarábyrgð fyrir láninu sem skilyrði fyrir því að ofangreindum tryggingabréfum yrði aflétt, þrátt fyrir að Björn Ingi tengdist hvorki umræddu láni né tryggingabréfunum með nokkrum hætti. Mikil ólga hefur umlukið eignarhald DV, Vefpressunnar og Birtings undanfarin misseri og kærur ganga á víxl en Fréttablaðið sagði frá því skömmu fyrir jól að forsvarsmenn Dalsins hefðu kært Björn Inga Hrafnsson til héraðssaksóknara fyrir fjárdrátt. Ekki náðist í hina kærðu forsvarsmenn Dalsins við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12