Brestur markastíflan hjá Messi gegn Chelsea loksins í kvöld? Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. febrúar 2018 07:30 Lionel Messi hefur ekki gengið vel á móti Chelsea í gegnum árin. vísir/getty Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Einn besti knattspyrnumaður heims, Lionel Messi, leiðir sína menn út á Stamford Bridge í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þessi ótrúlegi markahrókur hefur hrellt öll lið Evrópu, nema Chelsea sem virðist alltaf eiga lausnir til að stöðva hann. Útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu heldur áfram í kvöld þegar 16-liða úrslitin fara af stað á ný en ein stærsta viðureign umferðarinnar er þegar Chelsea og Barcelona mætast og fer fyrri leikurinn fram í Lundúnum. Er þetta í tíunda skiptið sem Lionel Messi leikur gegn Chelsea í þessari sterkustu deild Evrópu en það magnaða er að honum hefur ekki enn tekist að skora mark í þessum leikjum. Aðeins einn leikur hefur unnist en sá sigur kom fyrir tólf árum.Þrír stjórar, engin mörk Þrátt fyrir að Chelsea hafi haft þrjá mismunandi knattspyrnustjóra í leikjunum tíu hafa þeir allir átt svör gegn þessum mikla markahrók sem hefur skorað 534 mörk í 620 leikjum fyrir Börsunga. Kom besta færi hans til að skora hjá Chelsea þegar þessi lið mættust í undanúrslitum þessarar keppni fyrir sex árum en vítaspyrna hans fór í slána. Það reyndist Börsungum dýrkeypt þar sem Fernando Torres sendi Chelsea í úrslitaleikinn með marki í uppbótartíma sem leiddi til fyrsta og eina Meistaradeildartitils félagsins.Gengið vel gegn öðrum enskum Messi hefur gengið vel gegn öðrum enskum liðum. Í sextán leikjum gegn Arsenal og Manchester-liðunum tveimur hefur hann unnið ellefu leiki og skorað sautján mörk en Chelsea virðist alltaf eiga lausn gegn honum. Messi hefur ekki skorað á 665 mínútum gegn enska félaginu en fær nú 180 mínútur til viðbótar til að brjóta ísinn gegn Chelsea.Courtois með númerið hjá Messi Messi átti í stökustu vandræðum með að koma boltanum fram hjá Petr Cech er hann lék með Chelsea en þetta er í fyrsta skiptið sem hann mætir enska félaginu með Thibaut Courtois í markinu. Framan af virtist Messi vera martröð fyrir Courtois er hann skoraði sex af ellefu mörkum Barcelona í aðeins þremur leikjum gegn Courtois þegar hann var hjá Atletico Madrid í láni. Þá virtist Courtois finna töfralausnina þar sem Messi mistókst í næstu átta tilraunum að skora fram hjá belgíska markverðinum hjá Barcelona og með argentínska landsliðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann