Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 15:00 Ólafía og Carly Booth með ástralska leiðsögumanninum mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara. Kylfingarnir tveir fóru í ferð á vegum Evrópumótaraðarinnar þar sem þær lærðu að stjaka brimbrettum, heyrðu sögur af frumbyggjum og fengu að gangast undir svokallaða „bush tucker trial“ sem frægar eru í bresku raunveruleikaþáttunum I'm a Celebrity Get Me Out of Here þar sem keppendur þurfa að borða ýmsar dýraafurðir sem oftast eru ekki kenndar við átu. „Leiðsögumaðurinn okkar talaði mál frumbyggja og lét okkur smakka blóm og lauf. Það var frábært að prófa brettið, þetta var eitthvað sem ég hafði ekki gert áður. Ég var sú eina sem datt,“ sagði Ólafía í viðtali við heimasíðu Evrópumótaraðarinnar. Ástralski Ólympíufarinn Ky Hurst kenndi stelpunum á brettin. Svipmyndir frá deginum má sjá á Instagram aðgangi Evrópumótaraðarinnar, letgolf. Ólafía Þórunn keppir á Ladies Classic Bonville mótinu, sem er hluti af Evrópumótaröðinni, um helgina ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía á að hefja leik klukkan 13:30 að staðartíma á fimmtudaginn sem er klukkan 02:30 aðfaranótt fimmtudags á Íslandi. Icelandic golfer @olafiakri on the paddle board this morning with @wajaanayaam #coffscoast #sportsphotography #canon1dx A post shared by Tristan Jones (@tjsnapper) on Feb 19, 2018 at 10:40pm PST
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira