Ekki tækt að þingmenn fái hærri ökutækjastyrk en almenningur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:36 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli. Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að þingmenn geti ekki sett um sín störf aðrar reglur en þær sem þeir ætli almenningi að stara eftir. Þingmenn fá um 30 krónum meira endurgreitt á hvern kílómetra en hinn almenni borgari, aki þeir meira en 15 þúsund kílómetra á ári. Þetta kom fram í máli Þorsteins í umræðu um störf þingsins á þingfundi í dag. „Það er ánægjulegt að sjá að í þinginu virðist vera að skapast þverpólitísk sátt um að auka verulega gagnsæið á þessum greiðslum. Það er auðvitað rétt að hafa í huga að það er mjög eðlilegt að þingmönnum sé endurgreiddur starfskotnaður sinn og ferðakostnaður. Það er líka eðlilegt að sá kostnaður sé umtalsvert meiri hjá landsbyggðarþingmönnum heldur en þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að gagnsæið sem menn kalli nú eftir sé mikilvægt en að það sé hins vegar ekki fullnægjandi. Hann segir ljóst að það þurfi að taka reglur um starfskostnað til endurskoðunar.Tæpar 100 krónur á kílómetrann „Það vakti athygli mína þegar ég fór að skoða þær reglur sem um aksturskostnað þingmanna, það er að segja þær viðmiðunartölur um krónur á ekinn kílómetra sem notast er við, og eru skattfrjálsar samkvæmt sérlögum um þingfararkaup þingmanna, þær eru umtalsvert ríkulegri heldur en ríkisskattstjóri styðst við í almennum ökutækjastyrk og þeim reglum sem gilda um almenning almennt þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði,“ sagði Þorsteinn, en viðmið skattstjóra um ökutækjastyrk má nálgast hér. „Við getum ekki sett um okkar störf aðrar reglur en þærs em við ætlum almenningi í þessu landi að vinna og starfa eftir.“ Hann segir að það séu umtalsverðar fjárhæðir sem munar um. „Skattstjóri leggur svo að fyrir hvern ekinn kílómetra, þegar eknir eru 15 þúsund kílómetrar eða fleiri skuli greiddar 65 krónur á hvern kílómetra, meðaltalið okkar liggur sennilega einhvers staðar nærri 100 krónum. Þetta samsvarar tekjum á mánuði sem geta legið á bilinu 100 til 200 þúsund krónur að teknu tilliti til skatta, ef eknir eru 15 til 45 þúsund kílómetrar eins og hefur verið hér í umræðunni. Þetta er ekki tækt. þessu eigum við að breyta,“ sagði Þorsteinn að lokum og mátti heyra að margir þingmenn í salnum voru á sama máli.
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Til skoðunar að birta jafnóðum allar upplýsingar um ferðakostnað þingmanna Forsætisnefnd Alþingis hefur til skoðunar að leggja til breytingar á reglum um endurgreiðslu á ferðakostnaði alþingismanna sem fela í sér að hægt verði að sjá allar greiðslur til þingmanna í hverjum mánuði. 19. febrúar 2018 20:15
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21