Handbolti

Daníel Freyr með stórleik í bursti | Meistararnir börðu sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daníel í leik með FH þar sem hann lék áður.
Daníel í leik með FH þar sem hann lék áður. vísir/stefán
Íslendingalið Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta marði sigur á Alingsås, 24-23, þegar liðin mættust í Kristianstad í kvöld.

Alingsås byrjaði betur, en í hálfleik leiddu þeir svo með einu marki, 11-10. Eftir rosalegar lokamínútur stóðu heimamenn uppi sem sigurvegarar þrátt fyrir að Alingsås hafi skorað tvö síðustu mörkin. Lokatölur 24-23.

Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk úr átta skotum, en einnig gaf FH-ingurinn þrjár stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað.

Kristianstad er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, en Alingsås er í fimmta sætinu.

Daníel Freyr Andrésson og samherjar í Ricoh rústuðu HK Aranäs, 39-18, eftir að hafa leitt 18-9 í hálfleik. Ricoh er í ellefta sætinu.

Daníel Freyr átti stórleik í markinu, var með tæplega 50% markvörslu og skoraði þess að auki eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×