Skarð Helenu varð ekki fyllt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2018 06:30 Helena í leik með Stjörnunni. vísir/eyþór Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni. Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Það var endanlega ljóst að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna eftir grátlegt tap fyrir Val, 26-25, á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Stjörnukonur leiddu allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Stjörnuliðið enda var stefnt hátt í vetur. Og ekki að ófyrirsynju. Stjarnan hefur verið með eitt besta lið landsins undanfarin ár, komist fimm sinnum í röð í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og varð bikarmeistari 2016 og 2017. Stjörnukonur eiga heldur ekki möguleika á að verja bikarmeistaratitilinn því þær töpuðu fyrir Eyjakonum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Við höfum séð þetta fyrir síðustu vikur, að þetta væri að verða erfiðara og erfiðara. Við áttum ekki að tapa leiknum í gær en gerðum mistök undir lokin,“ segir Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Aðspurður um hvað hafi farið úrskeiðis hjá Stjörnunni í vetur segir Halldór Harri að meiðsli hafi gert liðinu erfitt fyrir. „Við höfum misst marga leikmenn út. Rakel Dögg [Bragadóttir] spilaði bara nokkra leiki. Brynhildur [Kjartansdóttir] og Elena [Birgisdóttir] spila ekkert fyrir áramót og Brynhildur er enn frá. Það vantar Heiðu [Ingólfsdóttur]. Hún hefur ekki spilað sekúndu í vetur. Við héldum að hún kæmi aftur í nóvember en það gekk ekki eftir. Þórhildur Gunnarsdóttir handleggsbrotnaði og svo hefur Togga [Þorgerður Anna Atladóttir] lítið verið með og ekki náð sér nógu vel á strik. Við höfum eiginlega aldrei náð að stilla upp okkar besta liði. Það verður erfitt til lengdar.“ Fyrir tímabilið ákváðu þær Hafdís Renötudóttir og Helena Rut Örvarsdóttir að freista gæfunnar í atvinnumennskunni. Hafdís sprakk út á síðasta tímabili og átti hvað stærstan þátt í að Stjarnan varð bikarmeistari. Helena var í lykilhlutverki hjá Stjörnuliðinu um árabil og gríðarlega mikilvæg á báðum endum vallarins. Stjarnan hefur skorað meira en í fyrra en vörnin hefur látið á sjá. Garðbæingar fengu á sig 24,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni á síðasta tímabili en 26,6 mörk í vetur. „Helena var stór hluti af liðinu og við náðum ekki að fylla það skarð,“ segir Halldór Harri. Ramune Pekarskyte var ætlað að koma í stað Helenu en Stjarnan kom illa út úr þeim skiptum, ef svo má segja. „Við vissum hversu mikilvæg hún var áður en hún fór. Hún vildi prófa sig í atvinnumennsku og við studdum það 100%,“ segir Halldór Harri um Helenu sem leikur nú með Byåsen í Noregi. En hefði Stjarnan átt að gera eitthvað öðruvísi í leikmannamálum fyrir tímabilið? „Nei, nei. Hluta af þessum meiðslum stjórnar maður ekki. Þetta eru puttameiðsli og handleggsbrot og annað slíkt sem er ekki hægt að stjórna. Það er allt í lagi að missa 1-2 leikmenn út en þetta verður erfitt þegar þeir eru fleiri en það,“ segir Halldór Harri og bendir á að Stjarnan hafi ekki unnið nógu marga jafna leiki eins og á síðasta tímabili. „Stóri munurinn á okkur í ár og í fyrra er að við kláruðum þessa leiki í fyrra. Við höfum misst þá frá okkur í vetur. Svo minnkar sjálfstraustið.“ Þrátt fyrir vonbrigðatímabil segir Halldór Harri að stefnan sé áfram sett hátt í Garðabænum og liðið ætli að komast aftur á toppinn. „Það er metnaður í félaginu. Við þurfum að vinna í því að gera leikmenn betri og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Halldór Harri sem er með samning áfram við Stjörnuna. Hann segist þó lítið hafa leitt hugann að framtíð sinni.
Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira