Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Rúm fjörutíu ár eru síðan Geirfinnsmálið var flutt fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Vísir/Bragi Guðmundsson Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10