Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Rúm fjörutíu ár eru síðan Geirfinnsmálið var flutt fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Vísir/Bragi Guðmundsson Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum