Hefur eytt 60 þúsund krónum það sem af er ári í lúsasjampó Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 10:21 Viðar á þrjár dætur, allar eru þær með sítt og mikið hár og hann er við það kominn að gefast upp gagnvart lúsaplágunni sem herjar á skóla í Kópavogi. Viðar Brink er 36 ára Kópavogsbúi og hann er að niðurlotum kominn. Það sem af er ári hefur hann eytt tæplega 60.000 krónum í lúsasjampó. „Greinilega einhver ekki að kemba í skólanum því börnin fá þetta alltaf aftur. Er að spá í að snoða stelpurnar mínar,“ segir Viðar.Hroðalega dýrt lúsasjampó á ÍslandiViðar er að niðurlotum kominn og er helst á því að hann þurfi að fara að veifa hvíta flagginu og gefast upp fyrir lúsinni. „Ég á þrjár stelpur og svo er konan líka þannig að þetta eru fimm hausar á heimilinu. Þetta hefur komið upp hjá okkur núna þrisvar eða fjórum sinnum það sem af er ári. Þær eru allar með mjög sítt og mikið hár þannig það er mælt með einum og hálfum brúsa í haus. Tveir brúsar í einn af þessum hausum, mjög sítt og mikið hár. Ég borgaði 2.500 kall fyrir brúsann um daginn. Í Lyfju í Smáralind. Hef keypt þetta á um 3000 kall í Bílaapótekinu í Smáralind.“ Viðar segir lúsasjampó hroðalega dýrt á Íslandi, hann hefur heyrt að það sé miklu ódýrara í Ameríku. Hann hefur ekki hugmynd um af hverju þetta er svona dýrt. „Er ekki allt dýrt á Íslandi,“ spyr Viðar.Lúsabylgja í KópavogiKona Viðars er dugleg að kemba meðan hann sjálfur fer í þvottinn. Viðar var farinn að gruna heimilishundinn, sem er Border Terrier, en komst að því að hundar geta ekki borið höfuðlýs, aðeins flær. „Það er rosalega erfitt að eiga við þetta. Við fáum póst nánast vikulega um lús í skólanum. Og þær eru duglegar að láta okkur vita, stelpurnar. Sú yngsta sem er sex ára hefur fengið þetta þrisvar frá áramótum, sú í miðið, 9 ára tvisvar eða þrisvar, sú elsta einu sinni, en hún er fimmtán ára og konan tvisvar.“ Viðar segir segir ekki hafa kveðið svona rammt af lús fyrr, svo virðist sem einhver lúsabylgja sé í gangi í Kópavogi, og líkast til um land allt.Á vef Doktor.is má kynna sér nánar hvernig bregðast á við þegar lús gerir vart við sig. Neytendur Tengdar fréttir Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00 Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Viðar Brink er 36 ára Kópavogsbúi og hann er að niðurlotum kominn. Það sem af er ári hefur hann eytt tæplega 60.000 krónum í lúsasjampó. „Greinilega einhver ekki að kemba í skólanum því börnin fá þetta alltaf aftur. Er að spá í að snoða stelpurnar mínar,“ segir Viðar.Hroðalega dýrt lúsasjampó á ÍslandiViðar er að niðurlotum kominn og er helst á því að hann þurfi að fara að veifa hvíta flagginu og gefast upp fyrir lúsinni. „Ég á þrjár stelpur og svo er konan líka þannig að þetta eru fimm hausar á heimilinu. Þetta hefur komið upp hjá okkur núna þrisvar eða fjórum sinnum það sem af er ári. Þær eru allar með mjög sítt og mikið hár þannig það er mælt með einum og hálfum brúsa í haus. Tveir brúsar í einn af þessum hausum, mjög sítt og mikið hár. Ég borgaði 2.500 kall fyrir brúsann um daginn. Í Lyfju í Smáralind. Hef keypt þetta á um 3000 kall í Bílaapótekinu í Smáralind.“ Viðar segir lúsasjampó hroðalega dýrt á Íslandi, hann hefur heyrt að það sé miklu ódýrara í Ameríku. Hann hefur ekki hugmynd um af hverju þetta er svona dýrt. „Er ekki allt dýrt á Íslandi,“ spyr Viðar.Lúsabylgja í KópavogiKona Viðars er dugleg að kemba meðan hann sjálfur fer í þvottinn. Viðar var farinn að gruna heimilishundinn, sem er Border Terrier, en komst að því að hundar geta ekki borið höfuðlýs, aðeins flær. „Það er rosalega erfitt að eiga við þetta. Við fáum póst nánast vikulega um lús í skólanum. Og þær eru duglegar að láta okkur vita, stelpurnar. Sú yngsta sem er sex ára hefur fengið þetta þrisvar frá áramótum, sú í miðið, 9 ára tvisvar eða þrisvar, sú elsta einu sinni, en hún er fimmtán ára og konan tvisvar.“ Viðar segir segir ekki hafa kveðið svona rammt af lús fyrr, svo virðist sem einhver lúsabylgja sé í gangi í Kópavogi, og líkast til um land allt.Á vef Doktor.is má kynna sér nánar hvernig bregðast á við þegar lús gerir vart við sig.
Neytendur Tengdar fréttir Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00 Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Blása í herlúðra gegn lúsinni Foreldrafélag Vesturbæjarskóla snýr vörn í sókn í baráttunni við lúsina. 5. september 2013 10:40
Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16. janúar 2013 07:00
Sífellt fleiri fá lús vegna „selfie“-mynda „Vanalega eru þetta yngri börn en núna erum við farin að sjá aukningu meðal unglinga,“ segir lúsasérfræðingur. 26. febrúar 2014 15:23