Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni.
Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember.
Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara.
Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni.
Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu.
Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu.
UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu?
Pétur Marinó Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
