Woods með augastað á fyrsta sigrinum í fimm ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:34 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er í baráttu við að ná í sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi síðan árið 2013 eftir flotta spilamennsku á öðrum hring á Honda Classic mótinu sem fram fer í Flórída í Bandaríkjunum. Woods er í 14. - 23. sæti mótsins eftir tvo hringi á einu höggi yfir pari. Hann fór annan hringinn á 71 höggi, sem er eitt högg yfir pari, eftir að hafa farið fyrsta hringinn á pari vallarins. Lokaspretturinn var mikil rússíbanareið en hann fékk skramba á 15. holu og skolla á þeirri 16. og var kominn tveimur höggum yfir parið. Með fugli á 17. holu náði hann að bjarga sér og kláraði svo hringinn með pari á 18. holu. Norður-Írinn Rory McIlroy rétt slapp í gegnum niðurskurðinn en hann spilaði annan hringinn á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir par og því mátti ekki miklu muna. Hann byrjaði daginn vel á fugli á 10. holu. Paraði svo næstu sex holur áður en hann fékk þrefaldan skramba á 17. holu, fór par 3 holuna á sex höggum. Hann vann högg til baka með fugl á 6. holu en tapaði því strax aftur með skolla á þeirri 7. og endaði á tveimur höggum yfir pari. Útsending frá þriðja keppnisdegi hefst á Golfstöðinni klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira