Handritshöfundur Catwoman rífur myndina í sig vegna umræðu um ósanngjarna meðferð Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2018 08:09 Sharon Stone og Halle Berry í Catwoman. Einn af handritshöfundum Catwoman, með Halle Berry í aðalhlutverki, ákvað að stíga fram í gær og rífa myndina í sig. Ástæða þess er að Twitter-notandi hafði spurt hvers vegna Catwoman naut ekki saman stuðnings og ofurhetjumyndin Black Panther er að fá núna. Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hafði lýst yfir ánægju með Black Panther því nú hefðu svört börn ofurhetju sem endurspeglar hver þau eru. Twitter-notandinn hafði spurt hvers vegna ekki var talað svona þegar Catwoman, með Halle Berry, var í sýningum í kvikmyndahúsum árið 2004.Michelle Obama says it's about time black kids have a superhero that reflects who they are. Why didn't we hear this when Halle Berry as Catwoman was released years ago? #BlackPanther pic.twitter.com/roLhfLAZgz— DC McAllister (@McAllisterDen) February 22, 2018 Þessi útgáfa af Catwoman er almennt talin ein af verstu ofurhetjumyndum allra tíma. John Rogers er einn af handritshöfundum Catwoman. Hann steig fram á Twitter í gær og lýsti því yfir að hann hefði komið að því að skila myndinni á hvíta tjaldið og hefði því leyfi til að svara þessum hugleiðingum Twitter-notandans. „Ástæðan er sú að þetta var skítamynd,“ segir hann í svari sínu. Myndin hafi verið metnaðarlaust verkefni frá upphafi til enda og haft enga einustu mikilvæga tilvísun í menningu þess tíma þegar hún var gefin út.As one of the credited writers of CATWOMAN, I believe I have the authority to say: because it was a shit movie dumped by the studio at the end of a style cycle, and had zero cultural relevance either in front of or behind the camera. This is a bad take. Feel shame. https://t.co/6sth7w38Xx— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Rogers vissi í raun hversu slæm myndin yrði áður en hún var frumsýnd. Hann segist aldrei hafa náð að klára myndina í einu áhorfi og sleppti meira segja að mæta á hana kvöldið sem hún var frumsýnd.Also full disclosure: I've never watched the movie all the way through in one sitting. I skipped premiere night to shoot @jenni_baird audition footage for GLOBAL FREQUENCY. And they'd fired me anyway for, y'know, snark.— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Catwoman er ofurhetjunafn persónunnar Selenu Kyle og muna eflaust margir eftir Michelle Pfieffer í því hlutverki í Batman Returns. Það var einmitt ástæðan fyrir því að Catwoman mátti ekki heita Selena Kyle í Halle Berry-myndinni. Réttinda mál öftruðu því og fékk persóna Halle Berry því nafnið Patience Phillips. Rogers segist hafa verið rekinn skömmu eftir að hafa unnið að handritinu sem fékk grænt ljós frá kvikmyndaverinu til framleiðslu. Rogers segir ástæðuna fyrir brottrekstrinum hafa verið að hann kvartaði ítrekað yfir breytingum sem kvikmyndaverið gerði á handritinu.Couldn't be Selina Kyle because of an insane rights issue. Full disclosure: I was fired off the movie after writing the green light draft because I kept arguing with notes that'd make the movie “very, very bad.” Which I said out loud. At meetings.I got fired a lot in my 30's https://t.co/0AX0wEtDWi— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Hann segir forsvarsmenn kvikmyndaversins ekki hafa gert sér grein fyrir því hvernig myndin átti að vera og segist á einum tímapunkti hafa bent þeim á að Halle Berry væri í raun að slást við forstjóra snyrtivörufyrirtækis, klæddan í buxnadragt, í lok myndarinnar.1/ Pitof had an eye for action but nobody in power knew what movie they wanted. At one point I said “You do realize the big 3rd act fight in your summer tent pole is Halle Berry dressed like a Québécois stripper beating the shit out of a makeup exec in a pantsuit.” https://t.co/kL9CF5jOno— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Rogers segist annars ekki mega tjá sig of mikið um myndina, því samningur sem hann undirritaði banni honum það. Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Einn af handritshöfundum Catwoman, með Halle Berry í aðalhlutverki, ákvað að stíga fram í gær og rífa myndina í sig. Ástæða þess er að Twitter-notandi hafði spurt hvers vegna Catwoman naut ekki saman stuðnings og ofurhetjumyndin Black Panther er að fá núna. Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hafði lýst yfir ánægju með Black Panther því nú hefðu svört börn ofurhetju sem endurspeglar hver þau eru. Twitter-notandinn hafði spurt hvers vegna ekki var talað svona þegar Catwoman, með Halle Berry, var í sýningum í kvikmyndahúsum árið 2004.Michelle Obama says it's about time black kids have a superhero that reflects who they are. Why didn't we hear this when Halle Berry as Catwoman was released years ago? #BlackPanther pic.twitter.com/roLhfLAZgz— DC McAllister (@McAllisterDen) February 22, 2018 Þessi útgáfa af Catwoman er almennt talin ein af verstu ofurhetjumyndum allra tíma. John Rogers er einn af handritshöfundum Catwoman. Hann steig fram á Twitter í gær og lýsti því yfir að hann hefði komið að því að skila myndinni á hvíta tjaldið og hefði því leyfi til að svara þessum hugleiðingum Twitter-notandans. „Ástæðan er sú að þetta var skítamynd,“ segir hann í svari sínu. Myndin hafi verið metnaðarlaust verkefni frá upphafi til enda og haft enga einustu mikilvæga tilvísun í menningu þess tíma þegar hún var gefin út.As one of the credited writers of CATWOMAN, I believe I have the authority to say: because it was a shit movie dumped by the studio at the end of a style cycle, and had zero cultural relevance either in front of or behind the camera. This is a bad take. Feel shame. https://t.co/6sth7w38Xx— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Rogers vissi í raun hversu slæm myndin yrði áður en hún var frumsýnd. Hann segist aldrei hafa náð að klára myndina í einu áhorfi og sleppti meira segja að mæta á hana kvöldið sem hún var frumsýnd.Also full disclosure: I've never watched the movie all the way through in one sitting. I skipped premiere night to shoot @jenni_baird audition footage for GLOBAL FREQUENCY. And they'd fired me anyway for, y'know, snark.— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Catwoman er ofurhetjunafn persónunnar Selenu Kyle og muna eflaust margir eftir Michelle Pfieffer í því hlutverki í Batman Returns. Það var einmitt ástæðan fyrir því að Catwoman mátti ekki heita Selena Kyle í Halle Berry-myndinni. Réttinda mál öftruðu því og fékk persóna Halle Berry því nafnið Patience Phillips. Rogers segist hafa verið rekinn skömmu eftir að hafa unnið að handritinu sem fékk grænt ljós frá kvikmyndaverinu til framleiðslu. Rogers segir ástæðuna fyrir brottrekstrinum hafa verið að hann kvartaði ítrekað yfir breytingum sem kvikmyndaverið gerði á handritinu.Couldn't be Selina Kyle because of an insane rights issue. Full disclosure: I was fired off the movie after writing the green light draft because I kept arguing with notes that'd make the movie “very, very bad.” Which I said out loud. At meetings.I got fired a lot in my 30's https://t.co/0AX0wEtDWi— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Hann segir forsvarsmenn kvikmyndaversins ekki hafa gert sér grein fyrir því hvernig myndin átti að vera og segist á einum tímapunkti hafa bent þeim á að Halle Berry væri í raun að slást við forstjóra snyrtivörufyrirtækis, klæddan í buxnadragt, í lok myndarinnar.1/ Pitof had an eye for action but nobody in power knew what movie they wanted. At one point I said “You do realize the big 3rd act fight in your summer tent pole is Halle Berry dressed like a Québécois stripper beating the shit out of a makeup exec in a pantsuit.” https://t.co/kL9CF5jOno— John Rogers (@jonrog1) February 24, 2018 Rogers segist annars ekki mega tjá sig of mikið um myndina, því samningur sem hann undirritaði banni honum það.
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira