Ferðamenn á leið um Þingeyjarsýslur heimsækja margir torfbæinn að Grenjaðarstað, en þar er rekið byggðasafn. Þaðan eru aðeins þrettán kílómetrar að bænum Þverá í Laxárdal, sem færri vita af, en þar varðveitir Þjóðminjasafnið þetta sögufræga djásn. Þar var grunnurinn lagður að mesta verslunarveldi Íslands með stofnun fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga árið 1882.

Þegar gengið er um bæinn vekur sérstaka athygli að í gegnum hann rennur lækur. Vegna hans þurfti fólkið ekki að fara úr húsi til að sækja vatn í bæjarlækinn, sem kom sér einkar vel að vetrarlagi.
Þjóðminjasafnið hefur einnig látið endurbyggja þrjú útihús; fjárhús, hlöðu og hesthús. Hér er sannarlega kominn vísir að minjasafni.
Fleiri söguminjar úr Laxárdal voru sýndar í þættinum „Um land allt”.
Brot úr þættinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2: