Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 16:29 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, leggur fyrirspurnirnar ellefu fram. vísir/ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00