Seinni bylgjan: Nota myndbandsupptökur og fimm leikja bönn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 14:00 Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00