Seinni bylgjan: Nota myndbandsupptökur og fimm leikja bönn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 14:00 Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti