Formaður Stjörnunnar: Mikil niðurlæging fyrir félagið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 15:04 Karl formaður er hér að skrifa undir samning við landsliðsmanninn Bjarka Þór Gunnarsson. vísir/ernir Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt. Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, leit það mjög alvarlegum augum að Stjarnan U skildi ekki hafa mætt til leiks gegn Akureyri í Grill 66-deildinni um síðustu helgi. Ákveðið var að beita félagið hámarkssekt sem er 250 þúsund krónur. Sú upphæð gæti átt eftir að hækka enda þarf Stjarnan einnig að greiða allan kostnað vegna leiksins. Þar með talið kostnað vegna dómara sem komu frá Reykjavík í leikinn. Akureyri getur þess utan sent bótakröfu á Stjörnuna. Kostnaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar vegna þessa atviks gæti því hæglega farið yfir hálfa milljón króna.Ekkert samráð við Stjörnuna „Það átti að fljúga norður á föstudeginum og var búið að ganga frá því. Svo var ekki flogið vegna veðurs og bókuninni var svo frestað. Svo gerist það að HSÍ og Akureyri ákveða, án samráðs við okkur, að setja leikinn á klukkan 13.30 á laugardegi. Við vorum ósáttir við að hafa ekki verið í samráði um það,“ segir Karl Daníelsson, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar. „Við vorum í smá vandræðum með að manna liðið vegna meiðsla og veikinda. Við sáum samt fram á að geta stillt upp liði á sunnudeginum og buðumst til þess að koma þá. Það var ekki inn í myndinni af hálfu Akureyrar. Við boðuðum því lágmarkshóp til þess að fara norður á laugardeginum en það mættu bara fjórir af um tíu sem voru boðaðir.“ Að leikmenn skuli ekki hafa skilað sér betur til þess að fara norður olli Karli miklum vonbrigðum. Eins og sjá má á myndbandinu hér að ofan var fjöldi manna mættur til þess að sjá leikinn en þeir fengu ekki mikil tilþrif að þessu sinni. „Það er bara algjör skandall. Þetta er mikil niðurlæging fyrir okkur sem erum í kringum starfið. Við funduðum svo með liðinu á sunnudeginum þar sem ég hellti úr skálum reiði minnar yfir þá og spurði hvort þeir ætluðu að greiða sektina? Hvort þeir teldu þetta lið vera fría líkamsrækt og menn gætu bara valið sér þá leiki sem þeir vildu fara í. Þetta er ofboðslega mikil niðurlæging fyrir okkur sem og fyrir íþróttina. Ekki síst er þetta líka vanvirðing við mótherjann. Við viðurkenndum okkar mistök og báðumst afsökunar. Svona hefur ekki komið fyrir áður hjá Stjörnunni og vonandi gerist það aldrei aftur.“Óþarflega há sekt Karl segir að Stjarnan muni taka á sig þennan skell og greiða sektina þó svo hann sé frekar ósáttur við að hafa fengið hámarkssekt frá HSÍ. „Ég er ekki sáttur með það og útskýrði fyrir HSÍ að það hefði ekki verið neitt samráð við okkur í þessu máli. Við viðurkennum samt okkar mistök. Ef að kostnaðurinn er 150 þúsund sektið þá um 150 þúsund en ekki 250 þúsund. Ég mun óska eftir skýringum á þessari háu sekt og vil vita hvert þessi peningur fer,“ segir Karl ósáttur við sektarkostnaðinn en eru ekki djúpir vasar í Garðabænum og lítið mál að greiða sektina? „Þeir eru djúpir en yfirleitt tómir,“ segir formaðurinn léttur þrátt fyrir allt.
Olís-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Sjá meira