Samtök ferðaþjónustunnar skora á Isavia að fresta gildisstöku gjaldanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:20 Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað. visir/stefán karlsson Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) sendi í dag bréf á Isavia ohf. þar sem fyrirtækið er hvatt til að fresta boðaðri gjaldtöku af hópferðabifreiðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Að öllu óbreyttu mun gjaldtakan taka gildi á morgun, fimmtudaginn 1. mars. Í bréfinu kemur fram að í dag hafi farið fram félagsfundur hópbílafyrirtækja, ferðaskrifstofufyrirtækja og fyrirtækja í afþreyingu innan samtakanna. Á fundinum var til umræðu boðuð gjaldtaka og staða mála sér í lagi í ljósi þess að mál þetta er nú í formlegu ferli hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar kom m.a. fram að í ljósi óvissu um lögmæti umræddra gjalda telji fyrirtæki sér ekki unnt að taka ákvörðun að svo stöddu um að skrá sig hjá Isavia ohf., og þar með samþykkja boðaða gjaldskrá, en ákvörðun um slíkt liggur alfarið hjá fyrirtækjum.“Mikilvægt að gefa Samkeppniseftirlitinu tíma Telja Samtök ferðaþjónustunnar að það sé mikilvægt að allri óvissu um lögmæti gjaldanna, þar með talið álitamálum um gagnsæi og forsendur gjaldanna, sé eytt áður en kemur til framkvæmda. „Telja SAF því ábyrgt að Samkeppniseftirlitinu sé gefið færi á því að ljúka rannsókn sinni á málinu en nú þegar á sér m.a. stað gagnaöflun eftirlitsins þar sem leitað hefur verið eftir ítarlegum upplýsingum frá hagsmunaaðilum til viðbótar við upplýsingar frá Isavia ohf. Í ljósi óvissu um gjöldin og þeirra álitamála sem uppi eru þá skora samtökin á Isavia ohf. að fresta gildistöku gjaldanna að lágmarki fram til þess tíma sem niðurstaða eftirlitsins liggur fyrir,“ kemur meðal annars fram í bréfinu. Undir það skrifar Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Bréfið var sent á Isavia ohf auk fjölmiðla og aðildarfyrirtækja samtakanna.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40
Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06