Tveir til þrír sinna 50 málum á bakvöktum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri en málafjöldinn er mikill. Fréttablaðið/Auðunn Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Akureyri Átján mál komu inn á borð rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri vegna kynferðisofbeldis gegn börnum í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra í fyrra. Að auki komu sjö mál inn á borð lögreglunnar frá öðrum embættum landsins þar sem rannsakað er kynferðisofbeldi gegn börnum. „Við þurfum að vera fleiri, en von er á því að það lagist á þessu ári,“ segir Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri. Fjöldi rannsakaðra kynferðisbrota hefur aukist á síðustu árum. Nú er svo komið að lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar 51 kynferðisbrot þar sem brotaþoli er undir átján ára að aldri. Fáir rannsóknarlögreglumenn eru að störfum á Akureyri að vinna við rannsókn þessara mála. „Hér hafa tveir til þrír rannsóknarlögreglumenn sem standa bakvaktir komið að rannsóknum þessara mála. Við skiptum því niður misjafnlega mikið á hvern rannsóknarlögreglumann sem helgast aðeins af verkaskiptingu innan lögreglunnar,“ segir Bergur, sem telur mjög mikilvægt að fjölgað verði í lögregluliðinu.Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherrafréttablaðið/stefánSigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur gefið það út að um 240 milljónum króna verði varið á þessu ári í að fjölga í lögregluliðum landsins. Í heild verður bætt við 15 stöðugildum. Höfuðborgarsvæðið fær sex stöðugildi. Tvö önnur embætti tvö stöðugildi og lögregluembætti sem fara með rannsókn kynferðisbrota, þar með talið Norðurland eystra, fá eitt stöðugildi hvert. Bergur segir ekkert mál hafa komið inn það sem af er árinu 2018 þar sem brotaþoli er á barnsaldri. Hins vegar sé staðan sú að 38 mál séu til rannsóknar úr umdæminu og heil 13 mál hafi komið úr öðrum lögregluumdæmum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um að ræða kynferðisbrot þar sem þolendur eru undir lögaldri. Leiða má að því líkur að fjöldi kynferðisbrota sem rannsóknarlögreglumenn á Akureyri sinni sé mun meiri. Aðgerðum stjórnvalda nú er ætlað að hraða meðferð þessara mála til muna. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira