Nýrri Evrópulöggjöf ætlað að skapa sameiginlegan markað í fjármálaþjónustu Hersir Aron Ólafsson og Ingvar Þór Björnsson skrifa 11. febrúar 2018 15:21 Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna. RB Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann. Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki þurfa að búa sig undir stóraukna erlenda samkeppni á næstu árum. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að skapa sameiginlegan evrópskan markað í fjármálaþjónustu. Stefnt er að því að hin nýja tilskipun verði að lögum í EES-ríkjum, þ.á.m. Íslandi, núna í ár. Tilskipunin snýr sérstaklega að greiðsluþjónustu, en Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir von á miklum breytingum á því sviði. „Markmiðið með þessum nýju lögum er að auka samkeppni á markaði og neytendavernd og ýta undir nýsköpun með að gera nýjum aðilum auðveldara að bjóða upp á alls konar fjártækniþjónustu,“ segir Friðrik. Þannig hafa svokölluð fjártæknifyrirtæki þegar haslað sér völl hér á landi og sinna ýmsu sem áður var mestmegnis í höndum viðskiptabanka og greiðslukortafyrirtækja. Í dag má m.a. framkvæma greiðslur í gegnum smáforritin AUR og KASS, taka ýmiss konar lán hjá Framtíðinni og hafa heildaryfirsýn yfir fjármálin hjá Meniga – svo dæmi séu tekin. Friðrik bendir hins vegar á að stóra samkeppnin muni á næstu árum líklega koma erlendis frá – og því raunhæft að íslenskir aðilar þurfi í náinni framtíð í auknum mæli að kljást við risa á borð við Amazon og Paypal. „Það er kannski lykillinn í þessu að það er verið að búa til samevrópskan markað fyrir fjármálaþjónustu og í rauninni er verið að móta framtíðina og opna fjármálamarkaðinn,“ segir hann. Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að samhliða því sem hagur neytenda vænkist með aukinni samkeppni skapi hinn opni markaður einnig miklar áskoranir fyrir eftirlitsaðila. „Það er upplýsingaöryggi, það er hætta á einhvers konar þjóðhagsvarúðaráhættum, það er hætta varðandi varnir gegn fjármögnun hryðjuverka og peningaþvætti,“ segir Jón. Jón Þór segir því að yfirvöld þurfi að vera búin undir breytta tíma, enda verði margir hinna nýju aðila á markaði ólíkir núverandi bankastofnunum og kortafyrirtækjum – og krefjist því annars konar eftirlits. „Þetta er mjög fjölbreytt flóra af fyrirtækjum sem hafa áhuga á að hasla sér völl og veita fjölbreyttari eða sérhæfðari fjármálaþjónustu sem falla ekkert endilega að hefðbundna regluverkinu sem miðast að miklu leyti við stóra heildstæða banka,“ segir hann.
Neytendur Viðskipti Tengdar fréttir Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00 Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Bankar lækka kostnað með nýjum kerfum Bankastjóri Landsbankans segir ný innlána- og greiðslukerfi, sem bankinn tekur í notkun síðar í mánuðinum, geta leitt til hagræðingar í rekstri bankakerfisins. 9. nóvember 2017 08:00
Ekki valkostur fyrir bankana að breytast ekki Tekjur af viðskiptabankastarfsemi evrópskra banka gætu dregist saman um allt að fjórðung vegna nýrrar Evrópureglugerðar um greiðsluþjónustu. Dósent í hagfræði segir ríkið ekki vel til þess fallið að leiða bankana í gegnum þær breytingar sem eru framundan. 1. nóvember 2017 07:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent