Starfshópur um mætingu í Pepsi deildinni aðeins hist einu sinni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 17:45 Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Íslensks toppfótbolta og framkvæmdastjóri Víkings R., var í viðtali í Akraborginni í dag þar sem hann ræddi meðal annars um starfshóp vegna dræmrar mætingar á leiki í Pepsi deildinni síðasta sumar. „Við reyndum að stofna markaðsnefnd um það síðasta sumar, hún hittist einu sinni og svo búið,“ sagði Haraldur í Akraborginni á X-inu. „Nú eru bara tveir og hálfur mánuður í Íslandsmót, það er mjög stuttur tími.“Nefndin, eða svokallaður starfshópur, var stofnaður síðasta sumar og átti að finna lausnir við dræmri mætingu. Mætingin hefur verið á niðurleið í þó nokkurn tíma. Eftir tímabilið 2016 var ljost að mæting var á niðurleið og var tóninn gefinn strax eftir fyrstu umferð síðasta tímabils þegar 3000 áhorfendum munaði frá fyrstu umferð 2016. „Menn benda á margar skýringar; mikið af sjónvarpsútsendingum og verðið var umdeilt. Við erum búnir að vera með þetta í vinnslu hjá okkur. Til dæmis hugmyndir um passa sem gilda á alla leiki en til þess að það gangi upp þarf að útbúa á öllum völlum skanna sem geta lesið kortin svo þau hleypi bara einum manni inn en þú getir ekki rétt svo næsta manni kortið.“ KSÍ skipaði nefndina með Rúnar Vífil Arnarsson í forsvari og segir Haraldur að frumkvæðið verði að koma frá KSÍ, þeir séu með réttindin á öllum markaðsmálum. „Við höfðum miklar væntingar en við ætlum að koma þessu af stað aftur núna og þurfum að vinna mjög hratt.“ „Þetta er gott dæmi um það að grasrótin sé að gleymast og þetta er allt landsliðsmiðað, sem er einn af þeim hlutum sem við erum ósáttir með.“ Hann segir þó að ÍTF eigi líka sök að máli og taki ábyrgð á því. Ekki liggji fyrir ein einasta tillaga að úrbótum á mætingunni fyrir næsta tímabil en ÍTF vill fá nefndina saman eins fljótt og hægt er. Aðspurður hvort það kæmi til greina að lækka miðaverð þá sagði Haraldur það vera í höndum félaganna. Það var í handbók leikja hjá KSÍ að viðmiðið væri 2000 krónur á síðasta tímabili en Samkeppniseftirlitið taldi það vera brot á samkeppnislögum og því mun engin slík viðmiðun verða á nýju tímabili.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Ruglað miðaverð KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. 2. maí 2017 07:00