Bein útsending: Lögreglan boðar til blaðamannafundar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 15:46 Ítarleg skoðun hefur farið fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Fundurinn hefst klukkan 17:15 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum dögum síðar þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar.Hér fyrir ofan má horfa á upptöku Vísis af blaðamannafundinum. Fyrir neðan er textalýsing af fundinum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun í dag kynna niðurstöður ítarlegrar skoðunar á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Fundurinn hefst klukkan 17:15 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu nokkrum dögum síðar þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar.Hér fyrir ofan má horfa á upptöku Vísis af blaðamannafundinum. Fyrir neðan er textalýsing af fundinum.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira