Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:00 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. Hún hefur legið mikið slösuð á sjúkrahúsi á Spáni síðan í janúar eftir að hún féll á milli hæða á heimili sínu. Sunna er í ótímabundnu farbanni í landinu en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér heima grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fram hefur komið að Sunna hafi hvorki stöðu sakbornings hér heima né á Spáni. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins fór til Spánar í gær og segir Urður að það komi í ljós hversu lengi hann verði í landinu. Hann vinnur að því að fá Sunnu flutta á sjúkrahús þar sem hún getur fengið viðunandi meðferð. Í liðinni viku var greint frá því að flytja ætti Sunnu á sérhæft sjúkrahús en ekkert varð af því.Geti ekki haft áhrif á þann þátt málsins sem snýr að lögreglu „Við erum ekki lögregla og sá hluti sem snýr að því máli er bara í höndum lögreglu og við getum ekki haft áhrif þar á. Við verðum að virða stjórnvöld í landinu rétt eins og við treystum því að þau virði okkur. Það mál er í höndum lögreglu og við erum enn að vinna í því að gera henni dvölina sem bærilegasta úti.“ Urður segir að þó að fulltrúinn hafi ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna hafi ekki verið flutt á annað sjúkrahús þá vonist ráðuneytið til þess að hún verði flutt sem fyrst. Fulltrúinn fundar með þeim sem hann metur að hann þurfi að hitta, til að mynda yfirvöldum, ræðismanni, lögmönnum og hverjum þeim öðrum sem hann telur að veitt geti upplýsingar að sögn Urðar. „Vinnureglurnar eru þær að hann fundi með þeim sem þarf til að þess að fá skýra mynd og til að átta sig á því hvort að það sé eitthvað sem við getum gert til þess að greiða enn frekar fyrir þessu. Þannig að það er nú það helsta sem okkar fulltrúi getur gert en hann getur ekki haft áhrif á störf lögreglu,“ segir Urður.Tekið lengri tíma en nokkur átti von áRætt er við Sunnu í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún vera við það að gefast upp og að utanríkisráðuneytið hafi ekkert gert. „Utanríkisráðuneytið hefur ekkert gert og svo virðist sem lögreglan haldi mér í gíslingu til að fá upplýsingar frá eiginmanni mínum um eiturlyfjasmygl sem ég veit ekkert um,“ segir Sunna í samtali við Morgunblaðið í dag. Spurð út í það hvers vegna sendifulltrúi ráðuneytisins fór ekki fyrr út til Spánar segir Urður: „Við höfum verið að vinna í þessu í allan þennan tíma og höfum ítrekað talið að þetta væri að ganga í gegn. Að þetta væri að mjakast áfram og að hún væri að fara. Við höfum ítrekað talið það og verið að vona að hlutirnir væru að mjakast í þessa átt. En það hefur síðan ekki reynst vera svo þannig að þetta hefur tekið lengri tíma heldur en nokkur átti von. Þetta eru að mörgu leyti óvenjulegar aðstæður.“Sjá hvernig málið þróast Urður vill ekki segja til um hver næstu skref verða ef ekki tekst að fá Sunnu flutta á annað sjúkrahús. „Við skulum sjá hvernig þetta þróast,“ segir hún. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segir að lögmaður hennar á Spáni hafi óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau gæfu út yfirlýsingu um það að ef hún kæmi hingað til lands myndu þau ábyrgjast að hún gæti ekki flúið. „Þannig að sú beiðni hefur komið að utan að það komi einhvers konar ábyrgðaryfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum en þeir hafa ekki veitt slíka yfirlýsingu sem ætti að vera mjög auðvelt og ef það myndi liðka fyrir þá teldi ég að slíkt ætti að koma fram,“ segir Páll. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. Hún hefur legið mikið slösuð á sjúkrahúsi á Spáni síðan í janúar eftir að hún féll á milli hæða á heimili sínu. Sunna er í ótímabundnu farbanni í landinu en eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér heima grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Fram hefur komið að Sunna hafi hvorki stöðu sakbornings hér heima né á Spáni. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins fór til Spánar í gær og segir Urður að það komi í ljós hversu lengi hann verði í landinu. Hann vinnur að því að fá Sunnu flutta á sjúkrahús þar sem hún getur fengið viðunandi meðferð. Í liðinni viku var greint frá því að flytja ætti Sunnu á sérhæft sjúkrahús en ekkert varð af því.Geti ekki haft áhrif á þann þátt málsins sem snýr að lögreglu „Við erum ekki lögregla og sá hluti sem snýr að því máli er bara í höndum lögreglu og við getum ekki haft áhrif þar á. Við verðum að virða stjórnvöld í landinu rétt eins og við treystum því að þau virði okkur. Það mál er í höndum lögreglu og við erum enn að vinna í því að gera henni dvölina sem bærilegasta úti.“ Urður segir að þó að fulltrúinn hafi ekki fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna hafi ekki verið flutt á annað sjúkrahús þá vonist ráðuneytið til þess að hún verði flutt sem fyrst. Fulltrúinn fundar með þeim sem hann metur að hann þurfi að hitta, til að mynda yfirvöldum, ræðismanni, lögmönnum og hverjum þeim öðrum sem hann telur að veitt geti upplýsingar að sögn Urðar. „Vinnureglurnar eru þær að hann fundi með þeim sem þarf til að þess að fá skýra mynd og til að átta sig á því hvort að það sé eitthvað sem við getum gert til þess að greiða enn frekar fyrir þessu. Þannig að það er nú það helsta sem okkar fulltrúi getur gert en hann getur ekki haft áhrif á störf lögreglu,“ segir Urður.Tekið lengri tíma en nokkur átti von áRætt er við Sunnu í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún vera við það að gefast upp og að utanríkisráðuneytið hafi ekkert gert. „Utanríkisráðuneytið hefur ekkert gert og svo virðist sem lögreglan haldi mér í gíslingu til að fá upplýsingar frá eiginmanni mínum um eiturlyfjasmygl sem ég veit ekkert um,“ segir Sunna í samtali við Morgunblaðið í dag. Spurð út í það hvers vegna sendifulltrúi ráðuneytisins fór ekki fyrr út til Spánar segir Urður: „Við höfum verið að vinna í þessu í allan þennan tíma og höfum ítrekað talið að þetta væri að ganga í gegn. Að þetta væri að mjakast áfram og að hún væri að fara. Við höfum ítrekað talið það og verið að vona að hlutirnir væru að mjakast í þessa átt. En það hefur síðan ekki reynst vera svo þannig að þetta hefur tekið lengri tíma heldur en nokkur átti von. Þetta eru að mörgu leyti óvenjulegar aðstæður.“Sjá hvernig málið þróast Urður vill ekki segja til um hver næstu skref verða ef ekki tekst að fá Sunnu flutta á annað sjúkrahús. „Við skulum sjá hvernig þetta þróast,“ segir hún. Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu, segir að lögmaður hennar á Spáni hafi óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að þau gæfu út yfirlýsingu um það að ef hún kæmi hingað til lands myndu þau ábyrgjast að hún gæti ekki flúið. „Þannig að sú beiðni hefur komið að utan að það komi einhvers konar ábyrgðaryfirlýsing frá íslenskum stjórnvöldum en þeir hafa ekki veitt slíka yfirlýsingu sem ætti að vera mjög auðvelt og ef það myndi liðka fyrir þá teldi ég að slíkt ætti að koma fram,“ segir Páll.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12