Fjölgar vestanlands og Akranes á meira inni Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Samgöngur skipta gríðarlega miklu máli þegar búseta er valin. Að mati Vífils gæti það skipt miklu fyrir byggðaþróun Vesturlands að hætta gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. vísir/pjetur Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 360 í fyrra samkvæmt ársfjórðungstölum Hagstofu Íslands. Þar af var fjölgunin um 280 íbúar á Akranesi og í Borgarbyggð. Á síðustu fimm árum hefur íbúum fjölgað í öllum sveitarfélögum landshlutans, þó mest í fyrrgreindum tveimur sveitarfélögum. Vesturland, líkt og það er skilgreint á vef Sambands sveitarfélaga, nær frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit í suðri að Dalabyggð í norðri. Á þessu svæði eru tíu misstór sveitarfélög. Akranes er það stærsta, með um 7.300 íbúa, en Skorradalshreppur og Helgafellssveit þau minnstu með rétt ríflega 50 íbúa. Á þessu svæði búa 16.290 íbúar eða um 4,7 prósent landsmanna. Fjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var 2,6 prósent og hefur verið um 6,6 prósent síðustu fimm árin. Fjölgunin á Vesturlandi var 2,2 prósent og á fimm ára tímabili um 5,6 prósent. Því er hlutfallsleg fjölgun á Vesturlandi alls ekki langt frá því að vera á pari við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu áratugi hefur sameiningu sveitarfélaga á svæðinu borið á góma. Til að mynda hefur sveitarfélagið Dalabyggð horft í norður og viðrað hugmyndir um að sameinast Reykhólahreppi eða Strandabyggð. Einnig hafa heyrst raddir um að Helgafellssveit, Eyja- og Miklaholtshreppur og Dalabyggð sameinist stærri sveitarfélögum auk þess sem rætt hefur verið um sjálfstæði Skorradalshrepps.Vífill Karlsson, hagfræðingurBorgarbyggð er svo sameinað sveitarfélag ótal hreppa, fyrst með sameiningu árið 1994, þá 1998 og svo síðast í kjölfar kosninga 2006. Vífill Karlsson, hagfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi og dósent við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, segir Vesturland eiga mikið inni er kemur að fólksfjölgun. Hann nefnir að gjaldtaka í Hvalfjarðargöngin hafi þar áhrif. Einnig komi það á óvart að þegar horft sé til íslenskra ríkisborgara sé flutningsjöfnuður í Borgarbyggð á núlli, það er að jafn margir íslenskir ríkisborgarar flytji frá svæðinu og flytji inn á svæðið. Fólksfjölgun sé því keyrð áfram af náttúrulegri fjölgun og erlendum ríkisborgurum sem flytji til Borgarbyggðar. Erlendum ríkisborgurum hefur, eins og Fréttablaðið hefur tekið saman, fjölgað gífurlega síðustu ár. „Fargjaldið í göngin er ekki hátt en það hefur kannski hugarfarsleg áhrif á fólk sem gæti hugsað sér að búa á Vesturlandi. Við sem búum á svæðinu vitum að þetta er alls ekki stór upphæð,“ segir Vífill. „Þegar þessum hugsanlegu íbúum verður það heyrinkunnugt að það verði frítt í göngin þá huglægt gæti það virkað mikið. Þess vegna segi ég að Akranes og Borgarnes eigi eitthvað inni ásamt Hvalfjarðarsveit kannski.“ Vífill telur að þessir hugsanlegu íbúar séu að miklu leyti fólk með stórar barnafjölskyldur á ákjósanlegum aldri fyrir byggðaþróunina á Vesturlandi. „Þetta fólk sem er að flýja borgina og hátt fasteignaverð er oft fólk með frekar mörg börn og ungt fólk. Það fólk gæti hugsað sér að kjósa Akranes sem búsetuval þar sem góða þjónustu er að fá með aðgengi að borginni.“Fréttablaðið sagði frá því í fyrri frétt um byggðaþróun að Suðurnes væru hástökkvari síðustu ára þar sem æ fleiri ákveði að búa. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir svo mikinn vöxt skapa erfiðleika. Vífill segir Vesturland geta tekið hluta af þessum vexti til sín með því að göngin yrðu gerð gjaldfrjáls. „Já, algjörlega, það myndi gera það við að taka af gjald í Hvalfjarðargöngin. Og Akranes er staður sem barnafólk myndi horfa til; fasteignaverð er lægra en í borginni, ágætis nærþjónusta og stutt í alla þá menningu og afþreyingu sem fyrirfinnst í borginni.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Dalabyggð Helgafellssveit Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Strandabyggð Tengdar fréttir Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Íbúum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum á Suðurnesjum og er fólksfjölgunin þrefalt hraðari en á landinu í heild. 10. febrúar 2018 08:00