Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 08:44 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu greiðsluna vegna aksturskostnaðar af þingmönnum í fyrra. Vísir/Vilhelm Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka Kia Sportage-bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Sjá einnig:Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Var Ásmundur sá þingmaður sem fékk mest greitt í aksturskostnað frá Alþingi á liðnu ári en samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarsson, þingmanns Pírata, ók Ásmundur 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar, með fjármagnskostnaði, 2,07 milljónir á ári. Um er að ræða Kia Sportage-jeppling sem er fjórhjóladrifinn og gengur fyrir dísilolíu. Ef um væri að ræða nýjan bíl væri rekstrarkostnaðurinn 2,44 milljónir króna á ári. Reikningsdæmi FÍB fyrir Morgunútvarpið lítur svona út en nánar má lesa um forsendur þess á vef RÚV: 653.676 kr – Dísilolía 270.000 kr – Viðhald og viðgerðir 90.000 kr – Hjólbarðar 160.000 kr – Tryggingar 26.000 kr – Skattar og skoðun 13.000 kr – Bílastæðakostnaður 36.000 kr – Þrif og fleira 684.000 kr – Verðrýrnun 138.700 kr – Fjármagnskostnaður Samtals: 2.071.376 krónur Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka Kia Sportage-bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Sjá einnig:Fjöldi þingmanna fer ekki að reglum Var Ásmundur sá þingmaður sem fékk mest greitt í aksturskostnað frá Alþingi á liðnu ári en samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarsson, þingmanns Pírata, ók Ásmundur 47.644 kílómetra í fyrra og fékk endurgreitt í samræmi við það. Reglur forsætisnefndar gera ráð fyrir að þingmenn sem aka umfram 15 þúsund kílómetra á ári vegna vinnu sinnar skuli færa sig yfir á bílaleigubíl sem Alþingi leggur til. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar, með fjármagnskostnaði, 2,07 milljónir á ári. Um er að ræða Kia Sportage-jeppling sem er fjórhjóladrifinn og gengur fyrir dísilolíu. Ef um væri að ræða nýjan bíl væri rekstrarkostnaðurinn 2,44 milljónir króna á ári. Reikningsdæmi FÍB fyrir Morgunútvarpið lítur svona út en nánar má lesa um forsendur þess á vef RÚV: 653.676 kr – Dísilolía 270.000 kr – Viðhald og viðgerðir 90.000 kr – Hjólbarðar 160.000 kr – Tryggingar 26.000 kr – Skattar og skoðun 13.000 kr – Bílastæðakostnaður 36.000 kr – Þrif og fleira 684.000 kr – Verðrýrnun 138.700 kr – Fjármagnskostnaður Samtals: 2.071.376 krónur
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02