Voru mest 127 sætum á eftir Englandi á FIFA-listanum en nú munar bara 2 sætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Eins og þegar Ragnar Sigurðsson elti uppi Jamie Vardy í leiknum í Nice þá hefur íslenska landsliðið elti uppi það enska á FIFA-listanum. Vísir/Getty Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira
Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Sjá meira