Tónleikum bresku söngkonunnar Jessie J sem fara áttu fram í Laugardalshöll þann 18. apríl næstkomandi hefur verið frestað til 6. júní.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá tónleikahaldaranum Guðbjarti Finnbjörnssyni.
„Vegna óviðráðanlegra orsaka þarf að færa tónleika Jessie J í Laugardalshöll á nýja dagsetningu. Sýningin mun fara fram þann 6. júní, en EKKI 18. apríl eins og planið var.
Allir miðar gilda að sjálfsögðu á nýju dagsetninguna.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi breyting kann að valda. Ef þú hefur einhverjar athugasemdir endilega hafðu samband við Tix Miðasölu í gegnum netfangið info@tix.is,“ segir í tilkynningunni.
Tónleikum Jessie J frestað fram á sumar
Atli Ísleifsson skrifar
