Rory í ráshóp með Tiger: Alltaf gaman að spila með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 15:45 Tiger Woods og Rory McIlroy. Vísir/Getty Það er heldur betur boðið upp á súperráshóp á fyrstu tveimur keppnisdögum opna Genesis golfmótsins á PGA-mótaröðinni sem hefst í kvöld og verður í beinni á Golfstöðinni. Tiger Woods er að spila á mótinu og með honum í þessum súper ráshóp eru þeir Rory McIlroy og Justin Thomas. Woods er allur að koma til eftir síðustu bakaðgerðina sína í apríl og það bíða margir golfáhugamenn spenntir eftir að sjá hann spila næstu dagana.Tiger. Rory. JT. 4 #FedExCup trophies 99 PGA TOUR victories 1 incredible group Watch them Thursday on @PGATOURLIVE. pic.twitter.com/0ofoET6Cht — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Justin Thomas var efstur á peningarlista PGA-mótaraðarinnar á síðasta ári, Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla og verið í 683 vikur á toppi heimslistans og Rory McIlroy var á sínum tíma í 95 vikur á tpppi heimslistan. Rory er enn bara 28 ára gamall en hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Justin Thomas vann sitt fyrsta og eina risamót í á PGA-mótinu í fyrra. Tiger Woods hefur verið mikið frá vegna meiðsla en náði 23. sæti á fyrsta móti ársins. Rory McIlroy var ánægður með að fá að spila með átrúnargoðinu sínu. „Ég hef verið aðdáandi Tiger síðustu tuttugu árin. Ég held að allir á mínum aldri hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá honum og hvernig hann nálgaðist golfíþróttina. Hann var golfið í meira en áratug. Það er frábært að hafa fengið að kynnast honum og að geta kallað hann vin sinn,“ sagði Rory McIlroy við ESPN.This week on @PGATOURLIVE: THURSDAY 9:30 a.m. - 6 p.m. ET Woods/McIlroy/Thomas (10:22 a.m.) Mickelson/Kuchar/Fleetwood (10:32 a.m.) FRIDAY 9:30 a.m. - 8 p.m. Spieth/Chappell/Cantlay (10:22 a.m.) DJ/Scott/Watson (10:32 a.m.) Featured Holes coverage (10 and 16) begins at 3 p.m. pic.twitter.com/DaBQjgkXPB — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa spilað saman ellefu hringi á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn síðan á Mastersmótinu 2015. McIlroy lék þá á 66 höggum en Woods á 73 höggum. Woods hefur samt spilað betur á sex hringjum. „Ég man vel eftir því þegar ég hitti hann í fyrsta sinn og spilaði með honum fyrst. Það var fyrir átta eða níu árum þannig að ég er búinn að venjast því aðeins. Samt sem áður þá er alltaf gaman að fá að spila með einni af hetjunum sínum,“ sagði Rory McIlroy. Útsending Golfstöðvarinnar frá opna Genesis mótinu hefst klukkan 19.00 í dag. Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það er heldur betur boðið upp á súperráshóp á fyrstu tveimur keppnisdögum opna Genesis golfmótsins á PGA-mótaröðinni sem hefst í kvöld og verður í beinni á Golfstöðinni. Tiger Woods er að spila á mótinu og með honum í þessum súper ráshóp eru þeir Rory McIlroy og Justin Thomas. Woods er allur að koma til eftir síðustu bakaðgerðina sína í apríl og það bíða margir golfáhugamenn spenntir eftir að sjá hann spila næstu dagana.Tiger. Rory. JT. 4 #FedExCup trophies 99 PGA TOUR victories 1 incredible group Watch them Thursday on @PGATOURLIVE. pic.twitter.com/0ofoET6Cht — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Justin Thomas var efstur á peningarlista PGA-mótaraðarinnar á síðasta ári, Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla og verið í 683 vikur á toppi heimslistans og Rory McIlroy var á sínum tíma í 95 vikur á tpppi heimslistan. Rory er enn bara 28 ára gamall en hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Justin Thomas vann sitt fyrsta og eina risamót í á PGA-mótinu í fyrra. Tiger Woods hefur verið mikið frá vegna meiðsla en náði 23. sæti á fyrsta móti ársins. Rory McIlroy var ánægður með að fá að spila með átrúnargoðinu sínu. „Ég hef verið aðdáandi Tiger síðustu tuttugu árin. Ég held að allir á mínum aldri hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá honum og hvernig hann nálgaðist golfíþróttina. Hann var golfið í meira en áratug. Það er frábært að hafa fengið að kynnast honum og að geta kallað hann vin sinn,“ sagði Rory McIlroy við ESPN.This week on @PGATOURLIVE: THURSDAY 9:30 a.m. - 6 p.m. ET Woods/McIlroy/Thomas (10:22 a.m.) Mickelson/Kuchar/Fleetwood (10:32 a.m.) FRIDAY 9:30 a.m. - 8 p.m. Spieth/Chappell/Cantlay (10:22 a.m.) DJ/Scott/Watson (10:32 a.m.) Featured Holes coverage (10 and 16) begins at 3 p.m. pic.twitter.com/DaBQjgkXPB — PGA TOUR (@PGATOUR) February 14, 2018 Rory McIlroy og Tiger Woods hafa spilað saman ellefu hringi á PGA-mótaröðinni en þetta er í fyrsta sinn síðan á Mastersmótinu 2015. McIlroy lék þá á 66 höggum en Woods á 73 höggum. Woods hefur samt spilað betur á sex hringjum. „Ég man vel eftir því þegar ég hitti hann í fyrsta sinn og spilaði með honum fyrst. Það var fyrir átta eða níu árum þannig að ég er búinn að venjast því aðeins. Samt sem áður þá er alltaf gaman að fá að spila með einni af hetjunum sínum,“ sagði Rory McIlroy. Útsending Golfstöðvarinnar frá opna Genesis mótinu hefst klukkan 19.00 í dag.
Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira