Algarve-hópurinn: Berglind Björg ekki með Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 13:30 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. vísir/ernir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti í Portúgal. Þetta mót er eitt sterkasta æfingamót heims á hverju ári en þarna hafa stelpurnar okkar spilað síðan árið 2007. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir lokasprett undankeppni HM 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Verona á Ítalíu, er ekki í hópnum en Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir, sem voru nýliðar í síðasta hóp, halda sætum sínum og fara með til Portúgal. Berglind er á milli félags þessa stundina eftir deilu við Verona. Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hún spilaði síðast landsleiki sumarið 2014 í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið er í mjög sterkum C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, silfurliði Danmerkur og Japan sem lék til úrslita á HM í Kanada 2015. Fyrsti leikur stelpnanna okkar verður á móti Dönum 28. febrúar en svo mætir Ísland liði Japan 2. mars áður en kemur að lokaleik riðilsins á móti Hollandi 5. mars.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, verður ekki á hliðarlínunni í leiknum um sæti sem kemur á eftir riðlakeppninni því hann verður að mæta til Danmerkur þar sem hann er að taka UEFA Pro-leyfið. Skyldumæting er á námskeiðið og fellur Freyr ef hann fer ekki.Íslenski hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Sif Atladóttir, Kristianstad Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Guðný Árnadóttir, FH Selma Sól Magnúsdóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Rakel Hönnudóttir, LB07 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sandra María Jessen, Slavia Prag Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina Sóknarmenn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Agla María Albertsdóttir, Stjarnan Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa Hlín Eiríksdóttir, ValÍslenski hópurinn.ksí Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem tekur þátt í hinu árlega Algarve-móti í Portúgal. Þetta mót er eitt sterkasta æfingamót heims á hverju ári en þarna hafa stelpurnar okkar spilað síðan árið 2007. Leikirnir eru liður í undirbúningi fyrir lokasprett undankeppni HM 2019. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Verona á Ítalíu, er ekki í hópnum en Guðný Árnadóttir og Hlín Eiríksdóttir, sem voru nýliðar í síðasta hóp, halda sætum sínum og fara með til Portúgal. Berglind er á milli félags þessa stundina eftir deilu við Verona. Sigrún Ella Einarsdóttir, leikmaður Fiorentina á Ítalíu, er í hópnum en hún spilaði síðast landsleiki sumarið 2014 í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið er í mjög sterkum C-riðli með Evrópumeisturum Hollands, silfurliði Danmerkur og Japan sem lék til úrslita á HM í Kanada 2015. Fyrsti leikur stelpnanna okkar verður á móti Dönum 28. febrúar en svo mætir Ísland liði Japan 2. mars áður en kemur að lokaleik riðilsins á móti Hollandi 5. mars.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, verður ekki á hliðarlínunni í leiknum um sæti sem kemur á eftir riðlakeppninni því hann verður að mæta til Danmerkur þar sem hann er að taka UEFA Pro-leyfið. Skyldumæting er á námskeiðið og fellur Freyr ef hann fer ekki.Íslenski hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, BreiðablikiVarnarmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07 Sif Atladóttir, Kristianstad Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengård Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgården Hallbera Guðný Gísladóttir, Val Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA Guðný Árnadóttir, FH Selma Sól Magnúsdóttir, BreiðablikiMiðjumenn: Rakel Hönnudóttir, LB07 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg Sandra María Jessen, Slavia Prag Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik Sigrún Ella Einarsdóttir, Fiorentina Sóknarmenn: Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan Fanndís Friðriksdóttir, Marseille Agla María Albertsdóttir, Stjarnan Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa Hlín Eiríksdóttir, ValÍslenski hópurinn.ksí
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sjá meira