Arnaldur talinn hæfasti héraðsdómarinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2018 12:35 Arnaldur og forseti Yale Law School, Robert C. Post Arnaldur Hjartarson verður skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fallist dómsmálaráðherra á rökstuðning dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embættið var auglýst til umsóknar þann 17. nóvember en 31 sótti um embættið. Umsóknarfrestur var til 11. desember en sex drógu umsókn sína til baka eftir að hafa verið skipaðir í embætti héraðsdómara þann 9. janúar. 34 ára héraðsdómariArnaldur er fæddur árið 1983, er 34 ára og þriðji yngsti umsækjandinn. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ árið 2006 og meistaraprófi frá sama skóla 2008. Þá hlaut hann LL.M.-gráðu frá Yale Law School árið 2013. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2008, var fulltrúi á LEX lögmannsstofu að loknu laganámi hér heima og hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls íslensku bankanna.Hann hóf störf á lánasviði Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2010 og starfaði svo sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt í rúmt ár. Hóf hann í framhaldinu störf sem starfsnemi við EFTA-dómstólinn.Hann var yfirlögfræðingur Bankasýslu ríkisins í tvö ár og settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hluta þess tíma. Þá hefur hann sinnt sutndakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og verið aðjúnkt við deildina frá 2013. Frá september 2015 hefur aðalstarf hans verið við EFTA-dómstólinn þar sem hann starfar sem aðstoðarmaður dómara. Þá hefur hann verið fræðilegur ritstjóri Fons Juris frá því í apríl í fyrra. Þá hefur hann skrifað átta fræðigreinar, þar af sjö ritrýndar. Hann hefur setið í viðurlaganefnd Kauphallar frá maí 2015 og var í þriggja manna sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar sama ár.Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.Umsögn til ráðherraAð mati dómnefndar er Arnaldur Hjartarson hæfastur til þess að verða skipaður dómari. Dómnefndina skipuðu Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Umsögn og tillaga dómnefndar, sem sjá má hér að neðan, fer nú til dómsmálaráðherra. Ef dómsmálaráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndarinnar og skipa einhvern annan en þann sem hún taldi hæfastan þarf ráðherra að bera þá ákvörðun undir Alþingi til staðfestingar samkvæmt lögum um dómstóla. Þá þarf ráðherra jafnframt að byggja ákvörðun sína um að víkja frá tillögum dómnefndar á sjálfstæðri rannsókn á hæfni umsækjenda samkvæmt dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem voru metnir í hópi hæfustu umsækjenda af dómnefnd en voru ekki skipaðir af ráðherra. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í umræddum málum að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna þess. Uppfært klukkan 15:18Laganemar við Yale fá ekki einkunnir í tölum svo ekki er hægt að fullyrða að Arnaldur hafi verið dúx þótt hann hafi fengið hæstu mögulegu einkunn í námskeiðum við skólann. Var fyrirsögn fréttarinnar breytt af þeim sökum. Dómsmál Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Arnaldur Hjartarson verður skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur fallist dómsmálaráðherra á rökstuðning dómnefndar um hæfni umsækjenda. Embættið var auglýst til umsóknar þann 17. nóvember en 31 sótti um embættið. Umsóknarfrestur var til 11. desember en sex drógu umsókn sína til baka eftir að hafa verið skipaðir í embætti héraðsdómara þann 9. janúar. 34 ára héraðsdómariArnaldur er fæddur árið 1983, er 34 ára og þriðji yngsti umsækjandinn. Hann lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ árið 2006 og meistaraprófi frá sama skóla 2008. Þá hlaut hann LL.M.-gráðu frá Yale Law School árið 2013. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2008, var fulltrúi á LEX lögmannsstofu að loknu laganámi hér heima og hjá rannsóknarnefnd Alþingis vegna falls íslensku bankanna.Hann hóf störf á lánasviði Fjármálaeftirlitsins í febrúar 2010 og starfaði svo sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt í rúmt ár. Hóf hann í framhaldinu störf sem starfsnemi við EFTA-dómstólinn.Hann var yfirlögfræðingur Bankasýslu ríkisins í tvö ár og settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hluta þess tíma. Þá hefur hann sinnt sutndakennslu við lagadeild Háskóla Íslands og verið aðjúnkt við deildina frá 2013. Frá september 2015 hefur aðalstarf hans verið við EFTA-dómstólinn þar sem hann starfar sem aðstoðarmaður dómara. Þá hefur hann verið fræðilegur ritstjóri Fons Juris frá því í apríl í fyrra. Þá hefur hann skrifað átta fræðigreinar, þar af sjö ritrýndar. Hann hefur setið í viðurlaganefnd Kauphallar frá maí 2015 og var í þriggja manna sérfræðingahópi stjórnarskrárnefndar sama ár.Jakob Möller formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti.Umsögn til ráðherraAð mati dómnefndar er Arnaldur Hjartarson hæfastur til þess að verða skipaður dómari. Dómnefndina skipuðu Jakob R. Möller, Kristín Benediktsdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Ragnheiður Harðardóttir og Ragnhildur Helgadóttir. Umsögn og tillaga dómnefndar, sem sjá má hér að neðan, fer nú til dómsmálaráðherra. Ef dómsmálaráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndarinnar og skipa einhvern annan en þann sem hún taldi hæfastan þarf ráðherra að bera þá ákvörðun undir Alþingi til staðfestingar samkvæmt lögum um dómstóla. Þá þarf ráðherra jafnframt að byggja ákvörðun sína um að víkja frá tillögum dómnefndar á sjálfstæðri rannsókn á hæfni umsækjenda samkvæmt dómum Hæstaréttar frá 19. desember 2017 í málum tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt sem voru metnir í hópi hæfustu umsækjenda af dómnefnd en voru ekki skipaðir af ráðherra. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í umræddum málum að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur í miskabætur vegna þess. Uppfært klukkan 15:18Laganemar við Yale fá ekki einkunnir í tölum svo ekki er hægt að fullyrða að Arnaldur hafi verið dúx þótt hann hafi fengið hæstu mögulegu einkunn í námskeiðum við skólann. Var fyrirsögn fréttarinnar breytt af þeim sökum.
Dómsmál Tengdar fréttir Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þau sóttu um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur Alls sótti 31 um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 11. desember. 4. janúar 2018 14:17