Rússlandsfarar þurfa að skoða vegabréfið sitt núna! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2018 15:59 Þeir sem ætla til Rússlands þurfa að huga að ýmsu. vísir/anton, myndvinnsla/hjalti Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga. Þeir sem fá miða á HM verða að sækja um Fan Id. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí. Þeir sem koma á öðrum tímum til Rússlands þurfa að sækja um vegabréfsáritun hjá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Áður en sótt er um Fan Id verða Rússlandsfarar að athuga vegabréf sín vel og vandlega. Ef vegabréfið er rifið eða plast farið að losna innan í því þá er það ógilt. Skoðaðu því vegabréfið þitt vel áður en þú sækir um Fan Id. Einnig þarf að passa að vegabréfið gildi að lágmarki í sex mánuði eftir HM eða út janúar árið 2019. Ekki er hægt að breyta vegabréfsnúmeri á Fan Id eftir að sótt er um. Vegabréfsmál verða því að vera á kristaltæru áður en Rússlandsfarar sækja um hið margumtalaða Fan Id. Utanríkisráðuneytið greindi einnig frá því að við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Svo má ekki gleyma því að Rússland er ekki hluti af evrópska heilbrigðistryggingakerfinu. Það er því afar mikilvægt að ganga úr skugga um að sjúkra- og ferðatryggingar séu í lagi fyrir ferðalag til Rússlands. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Utanríkisráðuneytið blés til fundar í höfuðstöðvum KSÍ í dag til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri til þeirra sem ætla sér á HM í Rússlandi næsta sumar. Þar var helst talað um tvo hluti. Hið svokallaða Fan Id og svo vegabréf Íslendinga. Þeir sem fá miða á HM verða að sækja um Fan Id. Sá passi er nefnilega vegabréfsáritun til Rússlands og gildir frá 5. júní til 25. júlí. Þeir sem koma á öðrum tímum til Rússlands þurfa að sækja um vegabréfsáritun hjá rússneska sendiráðinu á Íslandi. Miði á leiki og Fan Id fara alltaf saman. Ef annað hvort vantar þá kemst viðkomandi ekki á völlinn. Það er því vissara að vera með Fan Id alltaf utan um hálsinn. Fan Id veitir einnig frían aðgang að almenningssamgöngum á leikdegi. Áður en sótt er um Fan Id verða Rússlandsfarar að athuga vegabréf sín vel og vandlega. Ef vegabréfið er rifið eða plast farið að losna innan í því þá er það ógilt. Skoðaðu því vegabréfið þitt vel áður en þú sækir um Fan Id. Einnig þarf að passa að vegabréfið gildi að lágmarki í sex mánuði eftir HM eða út janúar árið 2019. Ekki er hægt að breyta vegabréfsnúmeri á Fan Id eftir að sótt er um. Vegabréfsmál verða því að vera á kristaltæru áður en Rússlandsfarar sækja um hið margumtalaða Fan Id. Utanríkisráðuneytið greindi einnig frá því að við komuna til Rússlands þurfa allir gestir að undirrita útprentun í tvíriti hjá landamæraeftirlitinu. Gesturinn fær annað eintakið og þarf að skila því er hann fer heim. Það blað má því alls ekki glatast. Svo má ekki gleyma því að Rússland er ekki hluti af evrópska heilbrigðistryggingakerfinu. Það er því afar mikilvægt að ganga úr skugga um að sjúkra- og ferðatryggingar séu í lagi fyrir ferðalag til Rússlands.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira