Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/stefán Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að tillögur starfshóps um breytingar á tilhögun ákvarðana um laun æðstu embættismanna verði til þess að skapa frið um þau mál. Lagt er til að stór hópur embættismanna ráðuneyta fái samningsrétt en laun kjörinna fulltrúa verði endurskoðuð árlega með hliðsjón af þróun launa hjá hinu opinbera. Úrskurðir kjararáðs á undanförnum árum hafa valdið úlfúð í samfélaginu og hleypt kjarasamningum á almennum markaði í uppnám, en þeim verður mögulega sagt upp um mánaðamótin. Starfshópur á vegum forsætisráðherra skilaði tillögum um breytingar á kjararáði í dag. Starfshópurinn var skipaður hinn 23. janúar með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og ríkisins og segir forsætisráðherra hópinn leggja til gerbreytt fyrirkomulag varðandi ákvörðun launa æðstu embættismanna. „Það verði gert með fyrirkomulagi sem er nær því sem tíðkast á öðrum Norðurlöndum og þessar ákvarðanir verði teknar árlega. Fylgi skilgreindri launaþróun,“ segir Katrín. Þá muni mun færri aðilar heyra undir þá nefnd sem endurskoði launin eða aðeins kjörnir fulltrúar og dómarar. Starfshópurinn leggur til að aðrir embættismenn fái samningsrétt eða taki laun samkvæmt almennu fyrirkomulagi sem gildir um ríkisstarfsmenn. Forsætisráðherra segist vona að nýtt fyrirkomulag verði innlegg í þær kjaraviðræður sem nú standi yfir þar sem aðilar séu sammála um að breyta fyrirkomulaginu á launamálum æðstu embættismann, þótt fulltrúi ASÍ hafi ekki fallist á að ekki væru forsendur til að lækka launa embættismanna. „Fulltrúi ASÍ gerir þar sérálit. Aðrir aðilar lýsa sig fylgjandi þeim niðurstöðum sem koma fram í skýrslunni. Að ef laun haldist óbreytt út 2018 þá séu laun þeirra sem heyra undir kjararáð ekki í ósamræmi við almenna launaþróun,“ segir Katrín. Það sé mikilvægt markmið að ná saman um framtíðarfyrirkomulag sem geti skapað aukna sátt um laun þessara aðila eins og annarra. Allir geti kynnt sér tillögur hópsins á heimasíðu stjórnarráðsins. „Við munum taka þær til umfjöllunar í ríkisstjórn á morgun. Fara í það hvort ekki megi vinna frumvarpsdrög upp úr þessum tillögum þannig að við gætum séð breytingar strax á þessu ári. Ef við eigum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða, þá erum við að gera það núna ef við breytum þessu fyrirkomulagi með þessum hætti,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjararáð Tengdar fréttir Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49 Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Starfshópur um kjararáð telur margt mæla með gjörbreytingu núverandi fyrirkomulags Starfshópurinn skilaði skýrslu um kjararáð í dag. 15. febrúar 2018 16:49
Hálfur mánuður til stefnu varðandi uppsögn kjarasamninga Verkalýðshreyfingin á almenna vinnumarkaðnum hefur hálfan mánuð til að meta og ákveða hvort kjarasamningum verði sagt upp um mánaðamótin eða hvort þeir verði framlengdir með samkomulagi út þetta ár. 15. febrúar 2018 14:00