Einar Árni tekur upp hanskann fyrir Keflavík: Engin skömm að tapa fyrir Þór og Hetti Anton Ingi Leifsson skrifar 15. febrúar 2018 22:24 Einar Árni Jóhannsson. Vísir/Ernir Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.” Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Þór Þorlákshöfn tapaði fyrir Valsmönnum á útivelli í Domino's deild karla í kvöld með níu stigum. Tapið gerði baráttu Þórsara um sæti í úrslitakeppninni erfiðari en sigur Vals sendi Hött endanlega niður í fyrstu deild. „Það sem pirrar mig mest í dag að hvað við höfum verið góðir í síðustu fjórum til fimm leikjum, sýnt mikið hjarta, verið mikið lið og svo komum við í leik sem eflaust hefur læðst að fólki sem við ættum að vinna þá bryddum við upp á nýjungum sem hefur ekki sést í langan tíma.” Þetta sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, í samtali við Vísi í leikslok og virtist hundfúll með framlag sinna manna í leiknum í kvöld sem hefur oft verið betra. Lokatölur í leiknum urðu 95-86. „Við vorum ekki góðir. Daprasta varnarframmistaða í allan vetur, teigurinn galopinn, réðum ekkert við King og buðum þeim bara upp í veislu. Fullt hrós á Val sem sýndi mikið hjarta og gaf allt sitt.” „Við töluðum um að mæta þeirra hjarta, en við vorum víðsfjarri í dag því miður,” en hæðarmunurinn hefur ekki aftrað Þór í síðustu leikjum þar sem samvinnan í varnarleiknum hefur verið til fyrirmyndar. Það breyttist algjörlega í dag. „Stundum lendir maður í vandræðum með einhver play, en í dag voru þetta bara einstaklings mistök hver á fætur öðrum þar sem menn gleyma sér bara, í einn og einn vörn eru menn bara slakir. Það er alveg fáránlega mikið af lay-upum sem eru skoruð í þessum leik. Það er okkar versta meðal í dag.” Þórsarar hafa verið að daðra við það að ógna Keflavík og liðunum þar fyrir ofan af alvöru krafti með frábærri frammistöðu í janúar. Þetta var eitt skref aftur á bak, en er Einar hættur að horfa upp fyrir sig núna? „Nei, en möguleikinn er fjarlægur. Við erum þokkalegir í stærðfræði og gerum okkur grein fyrir því að þetta var aldrei í okkar höndum. Við gerðum okkur mikið erfiðara fyrir núna en áður,” sagði Einar sem sagði umræðuna um Keflavík vera á mis. „Öll þessi umræða um Keflavík. Þeir unnu okkur um daginn og voru betri en við. Menn geta sagt allt um þá og auðvitað hafa þeir átt erfiðan vetur. Þeir hafa tapað fyrir Þór og Hetti, en það er talað um það eins og það sé versta skömm í heimi.” „Það gleymist stundum að hrósa þessum liðum fyrir flotta frammistöðu. Fyrir það fyrsta þurfum við að hugsa um okkur, vinna næsta leik og sjá hvort við getum búið til einhverja pressu.” „Við þurfum að treysta að Keflavík tapi næsti tveimur leikjum og við að vinna næstu tvo og sjá hvort þeir höndli þá pressu. Ef við ætlum að vinna næsta leik þurfum við að reisa leik okkar töluvert frá þessum leik í dag,” sem hrósaði Val að lokum: „Mig langar samt sem áður að ítreka það að Valsmenn voru geggjaðir í dag. Risa hjarta, vilji og liðsheild.”
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Þ. 95-86 | Valur heldur sér á lífi í baráttunni um úrslitakeppni Valur heldur sér á lífi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Dominos-deild karla eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 95-86, í Valshöllinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals í síðustu fimm leikjum. 15. febrúar 2018 22:00