„Vissi að hún getur klárað svona úrslit“ Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 13:15 Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira