„Vissi að hún getur klárað svona úrslit“ Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 13:15 Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ Sjá meira