Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:39 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu í Málaga í vikunni. vísir/egill Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51