Körfuboltakvöld ræddi um æfingahóp landsliðsins: „Algjörlega útilokað að fatta þetta” Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2018 11:02 Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. Valdir hafa verið tuttugu leikmenn úr deildinni hér heima, en talið er að þeir berjist um tvö til fjögur sæti í hópnum sem mætir Finnlandi og Tékklandi. Tíu aðrir leikmenn hafa verið valdir, en þeir þurfa ekki að taka þátt í æfingunum um helgina. Athygli vekur að á morgun spila Haukar gegn KR í Dominos-deild karla, en leikurinn er afar mikilvægur um toppsætið í Dominos-deildinni. Fimm leikmenn Hauka eru í hópnum og engin KR-ingur, en landsliðshópurinn æfir um helgina. Körfuboltakvöld ræddi þetta í þætti sínum í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir það afhverju þessi hópur væri að æfa degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hingað til. Í æfingahópnum eru fimm Haukamenn, en ekki einn úr KR. „Í fyrsta lagi finnst mér asnalegt að það sé verið að velja tuttugu leikmenn til að fylla tvö til fjögur pláss. Maður veit ekkert hvað þeir eru að pæla,” sagði Kristinn Friðriksson, annar spekingur þáttarins. „Eru fimm Haukarar að fara berjast á æfingu í dag? Það getur ekki verið því þeir eiga leik gegn KR á morgun,” bætti Kristinn við. „Mér finnst þetta mjög asnalegt.” „Ég skil ekki hvað er verið að fara. Þegar ég las þetta fyrst þá helt ég að þetta væri afrekshópur KKÍ eins og hjá krökkunum. Fá allir verðlaunaskjal eftir æfinguna? Veljiði bara 16-17 og eftir það verða bara fjórir til fimm teknir út,” sagði Teitur Örlygsson, hinn spekingur þáttarins. „Ég skil ekki tilganginn. Til hvers eru þessar æfingar? Það er algjörlega útilokað að fatta þetta,” bætti Kristinn við að lokum. Þetta athyglisverða innslag má sjá í spilanum hér að ofan, þar sem er meðal annars fjallað um afhverju Kári Jónsson sé í þessum hóp en ekki tíu manna hópnum fleira til. Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Um helgina æfir tuttugu manna æfingarhópur KKÍ, en eftir tæpa viku spilar karlalandsliðið í körfubolta tvo heimaleiki gegn Finnlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2019 sem fer fram í Finnlandi. Valdir hafa verið tuttugu leikmenn úr deildinni hér heima, en talið er að þeir berjist um tvö til fjögur sæti í hópnum sem mætir Finnlandi og Tékklandi. Tíu aðrir leikmenn hafa verið valdir, en þeir þurfa ekki að taka þátt í æfingunum um helgina. Athygli vekur að á morgun spila Haukar gegn KR í Dominos-deild karla, en leikurinn er afar mikilvægur um toppsætið í Dominos-deildinni. Fimm leikmenn Hauka eru í hópnum og engin KR-ingur, en landsliðshópurinn æfir um helgina. Körfuboltakvöld ræddi þetta í þætti sínum í gærkvöldi þar sem Kjartan Atli, Kristinn Friðriksson og Teitur Örlygsson fóru yfir það afhverju þessi hópur væri að æfa degi fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins hingað til. Í æfingahópnum eru fimm Haukamenn, en ekki einn úr KR. „Í fyrsta lagi finnst mér asnalegt að það sé verið að velja tuttugu leikmenn til að fylla tvö til fjögur pláss. Maður veit ekkert hvað þeir eru að pæla,” sagði Kristinn Friðriksson, annar spekingur þáttarins. „Eru fimm Haukarar að fara berjast á æfingu í dag? Það getur ekki verið því þeir eiga leik gegn KR á morgun,” bætti Kristinn við. „Mér finnst þetta mjög asnalegt.” „Ég skil ekki hvað er verið að fara. Þegar ég las þetta fyrst þá helt ég að þetta væri afrekshópur KKÍ eins og hjá krökkunum. Fá allir verðlaunaskjal eftir æfinguna? Veljiði bara 16-17 og eftir það verða bara fjórir til fimm teknir út,” sagði Teitur Örlygsson, hinn spekingur þáttarins. „Ég skil ekki tilganginn. Til hvers eru þessar æfingar? Það er algjörlega útilokað að fatta þetta,” bætti Kristinn við að lokum. Þetta athyglisverða innslag má sjá í spilanum hér að ofan, þar sem er meðal annars fjallað um afhverju Kári Jónsson sé í þessum hóp en ekki tíu manna hópnum fleira til.
Dominos-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins