Ráðlegt að huga að niðurföllum í stormi morgundagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 23:35 Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi um allt land en búist er við mikilli úrkomu seinnipartinn á morgun. VÍSIR/VILHELM Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki. Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Búist er við miklu hvassviðri sunnan- og vestanlands seinnipartinn á morgun. Þá mun auk þess hlýna í veðri með mikilli úrkomu og eru íbúar á Suður- og Vesturlandi, auk höfuðborgarsvæðisins, sérstaklega beðnir að huga að niðurföllum þegar hlánar. „Það er í raun og veru bara hæg breytileg átt í nótt og á morgun, með stöku éljum á sunnan- og vestanverðu landdinu, en svo fer að hvessa síðdegis á morgun sunnanlands og þykknar upp,“ segir Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. „Það hvessir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun, þá bætir í vind syðst á landinu með staðbundnum stormum. Annars staðar á landinu verður þokkalegasta veður til útivistar lengi vel á morgun, en þó ekki allan daginn.“Íbúar fyrirbyggi vatnstjón Eins og áður sagði er búist við austan- og suðaustan hvassviðri eða stormi, með tilheyrandi rigningu eða slyddu á láglendi, á Suður- og Vesturlandi á morgun, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu sem naut þó hægviðris og sólskins í dag. Gular viðvaranir Veðurstofunnar eru auk þess í gildi á áðurnefndum svæðum og um allt land á miðvikudag. Vegna hlýinda og úrkomu seinniparts dags á morgun er mælt með því að íbúar á Suður- og Vesturlandi hugi að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón, að því er fram kemur í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á mánudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning en skúrir síðdegis. Styttir upp og birtir til á Norður- og Austurlandi með deginum. Hiti 3 til 8 stig. Suðvestlægari um kvöldið og fer að kólna.Á þriðjudag: Suðvestan 13-20 og slydduél, en hægari og léttskýjað norðaustantil. Dregur úr vindi og kólnar með deginum, él sunnan- og vestanlands um kvöldið. Frost 0 til 5 stig, en rétt yfir frostmarki með suðurströndinni.Á miðvikudag: Útlit fyrir sunnan hvassviðri eða storm með rigningu, slyddu eða snjókomu, talsverð úrkoma um sunnanvert landið. Lengst af vægt frost, en hiti 0 til 5 stig um tíma. Suðvestan 8-13 um kvöldið með éljum, en rofar til norðaustantil.Á fimmtudag: Allhvöss suðvestanátt og él en bjart með köflum um landð norðaustanvert. Frost um land allt.Á föstudag: Líkur á sunnan stormi eða roki með talsverðri rigningu en úrkomuminna fyrir norðan. Hlýnar í veðri.Á laugardag: Suðvestlæg átt og él yfirleitt bjart á Norður- og Norðausturlandi. Hiti um og undir frostmarki.
Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira