Sjálftaka þingmanna vegna endurgreiðslu á aksturskostnaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 13:39 Hanna Katrín segir að reglur um aksturskostnað séu ekki óskýrar. Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segir margt benda til þess að ákveðin sjálftaka sé í gangi þegar kemur að endurgreiðslu á aksturskostnaði þingmanna. Hún segir nauðsynlegt að auka gegnsæi þegar kemur að slíkum greiðslum. Hanna Katrín var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Eygló Harðardóttur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. „Fyrir mér eru þessar reglur ekkert óskýrar og ef ég einhvers staðar lendi í vafa þá eru starfsmenn þingsins boðnir og búnir að útskýra þær fyrir mér. Við njótum þeirra forréttinda þingmenn að setja okkur þessar reglur sjálf. Það hefur komið í ljós að okkur er þá ekki almennilega treystandi til að fara eftir þeim eða breyta rétt þegar við erum í vafa,“ segir Hanna Katrín. „Það er einhver sjálftaka þarna í gangi virðist vera, samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa komið fram. Það er bara gríðarlega alvarlegt mál og það er líka tómt mál að tala um að þá komi til einhvers eftirlits frá fjölmiðlum og almenningi ef þeir hafa ekki aðgengi að upplýsingunum.“Ábyrgð þingmanna gríðarlega mikil Hún segir að leikreglur verið að vera skýrar svo að fólk túlki ekki upplýsingar sem komi fram á mismunandi hátt. „En útgangspunkturinn má ekki týnast og ábyrgð okkar þingmanna er gríðarlega mikil, vegna þess að það væri skelfilegt ef afleiðingin af öllum þessu yrði sú að það yrði farið að herða reglur og herða aðgengi almennings að þingmönnunum sínum.“ Eygló segist ekki hafa saknað akstursins þegar hún flutti sig úr Suðurkjördæmi.Vísir/Eyþór Eygló tekur undir með Hönnu Katrínu um að fara þurfi yfir reglurnar. Eygló var í sinni tíð á Alþingi bæði fulltrúi Suðu- og Suðvesturkjördæmis. Hún flutti sig yfir í Suðvesturkjördæmi árið 2013. „Eitt afþví sem ég saknaði svo sannarlega ekki þegar ég flutti mig var að aka jafn mikið og maður þurfti. Það var líka eitt af því sem manni fannst svolítið skrítið þegar ég færði mig var að þegar maður var þingmaður Suðurkjördæmis þá var mjög mikil krafa á mann að láta sjá sig, að vera í kjördæminu og vera mjög vel inni í hverju einasta stað í kjördæminu. Þegar maður var kominn í Suðvesturkjördæmi var eins og það kom svolítið á fólk þegar ég talaði um að ég væri þingmaður Suðvesturkjördæmis, að ég væri að tala máli þeirra sem kusu mig, sem voru kjósendur í Suðvesturkjördæminu,“ segir Eygló. „Ég vona að það verði farið yfir þessar reglur. Að menn einfaldlega birti þetta.“Þetta snýst náttúrulega að einhverju leyti um dómgreind?„Þetta gerir það. Reglur loka aldrei alveg öllum slíkum dyrum. Okkur verður að vera treystandi og hafa gildismat sem segir okkur hvenær nóg er nóg,“ segir Hanna Katrín. „Mörkin á milli þingmennsku og annarra pólitískra starfa geta alveg verið óljós en ég tel að það þurfi að skerpa á þeim og við þurfum að koma okkur saman um slíkar reglur og ég held að það, ég trúi ekki öðru en að okkur takist það. Mörkin milli eigin ferða, eigin starfsemi og þingmennsku eru hins vegar bara ekkert óljós. Punktur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Gagnsæi gæti dregið úr freistnivanda þingmanna Formaður Gagnsæis - Samtaka gegn spillingu fagnar því að forseti Alþingis vilja upplýsa um aukagreiðslur til þingmanna. 14. febrúar 2018 15:45
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29