Fara fram á að utanaðkomandi rannsaki aksturdagbækurnar Sveinn Arnarsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Mörg skúmaskotin innan veggja Alþingis eru hulin landsmönnum. Líklegt þykir hins vegar að ljóstýra nái á næstu vikum inn í það horn sem geymir akstursdagbækur þingmanna. Vísir/Daníel Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun fara ítarlega yfir akstursfé þingmanna á fundi sínum í dag. Formaður þingflokksins segir þingmenn alltaf geta veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. Einnig munu stjórnarandstæðingar í forsætisnefnd óska eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að rannsaka akstursbækur þingmanna til að skoða hvort reglur hafi verið brotnar í þeim efnum. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að setja allar þessar upplýsingar upp á borð. Alþingi á að fara undir upplýsingalög og frumvarp er í undirbúningi hjá mér með heildarendurskoðun upplýsingalaga í huga,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Sjá einnig: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Hún segist ekkert sjá að því að akstursdagbækur verði gerðar opinberar aftur í tímann og að enginn þingmaður eigi að græða á ferðum sínum. „Það voru birtar á dögunum aksturstölur aftur í tímann þannig að ég sé ekkert að því. Ég hef engar áhyggjur af því að þessar upplýsingar verði gerðar opinberar.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að eyða tortryggni og að þingmenn geti veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gerir. „Við ætlum að ræða aðeins um þessa hluti,“ segir Birgir. „Þetta verður rætt hjá okkur í dag. Eins og fram hefur komið eru menn að ræða að það sé eðlilegt að upplýsingar um kostnaðargreiðslur séu opinberar. Það er rétt að eyða tortryggni með því að hafa þessar upplýsingar opinberar. Við munum ræða það í okkar þingflokki hvernig menn vilja gera þetta sjálfir því þingmenn geta alltaf veitt ítarlegri upplýsingar en þingið gefur.“ Forsætisnefnd þingsins mun einnig taka málið fyrir á fundi sínum í fyrramálið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þingmenn stjórnarandstöðunnar varpa því fram hvort ekki sé eðlilegra að utanaðkomandi rannsókn fari fram á akstursdagbókum þingmanna til að rannsaka hvort reglur hafi verið brotnar. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir sjálftöku þingmanna í þessum efnum á gráu svæði. „Þetta þarf að opinbera. Það er alveg ljóst að þingmenn eiga ekki að hagnast persónulega á eigin akstri sem þingmenn,“ segir Hanna Katrín.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hafa þarf í huga að landsbyggðarþingmenn séu í allt annari stöðu en þingmenn höfuðborgarsvæðisins, að sögn Lilju Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur. 17. febrúar 2018 14:29
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“